Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 73
Brynjólfsson fyrrverandi prófastur Vestur-Skaftfellinga, góðfús-
lega bent mér á þau ummæli mín, að Staðarkirkja í Steingríms-
firði sé líklega ein elsta ef ekki allra elsta timburkirkja landsins,
fái ekki staðist. Hann segist vita um a.m.k. tvær eldri kirkjur af
timbri reistar, þ.e. á Knappsstöðum í Stíflu, byggða vorið 1838
og á Búrfelli í Grímsnesi, byggða árið 1845. Samkvæmt forn-
helgri sagnhefð íslenskri, þá er að sjálfsögðu skylt að hafa það
heldur, er sannara reynist. Jafnframt vill greinarhöfundur
minna á, að í texta hans um aldur Staðarkirkju notar hann
orðin: líklega og ef, sem er orðafar tilgátu og fyrirvara en ekki
fullyrðingar.
Að síðustu er hér svo leiðrétting á prentvillum, sem ég hef
rekið mig á í fyrrnefndri grein, þó að raunar séu þær frekar
meinlitlar og góðfúsum lesara auðlesnar í málið. — Bls. 77, 14.
lína að ofan, verðalok, les: ferðalok. Bls. 85, 6. lína að ofan,
fjallslækjum, les: fjall-slœgjum. Bls. 86, 16. lína að neðan, meðal
kirkjunnar, les: rneðal kirkjumuna. Bls. 88, 6. lína að neðan, út á
Hrófá, les: út að Hrófá.
71