Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 78
komum við niður í botn Hymudals. Þar voru ákaflega stórar
þúfur, og nú rifjaðist upp fyrir okkur sú gamla sögn, að þama
hefði lent saman tveim herflokkum af erlendum óvinaskipum og
hefðu allir menn fallið. Þessar mörgu stóru þúfur áttu að vera
leiði þeirra. Það fór hálfgerður óhugur um okkur er við minnt-
umst þessara sagna, sem fullorðið fólk hafði sagt okkur. Og
þokan gerði okkur sízt kjarkmeiri.
Við gengum fram á klettabrúnina við mynni dalsins og
horfðum niður. Og nú sveipaði þokunni skyndilega frá. Sjórinn
blasti við. Hinn mikli víði sær. Vindur stóð að landi. Báran
brotnaði á flúðum og klettum undir endilangri Fellshlíðinni. Út
við sjóndeildarhring sást skip á siglingu.
Við horfðum um stund á sjóinn og brimið við ströndina. Mér
er þessi sýn í fersku minni.
Aldrei síðan hef ég komið á þennan stað. En allt, sem þama
bar fyrir augu: klettamir, sjórinn, skipið, stóru þúfurnar í dal-
botninum, hefur grópast í gljúpan bamshugann, og orðið mér
ógleymanlegt.
Að lokum héldum við svo aftur upp í þokuna og komum heim
hestalausir.
En þessi för okkar bræðra, er eitt þeirra atvika bernsku ,
minnar, sem djúp spor hafa markað í heimi minninganna, spor,
sem aldrei munu mást þaðan út.
I Hymudal við horfðum
á hundrað þúfur.
Ognvekjandi þokan
var ömurleg og grá.
Hundrað manna leiði
hugann fyllti ótta.
Ur Hymudal við horfðum
á hafið víða.
Öldur brotnuðu
við berg og dranga.
Fagurbúið fley
flaut um sœvar slóð.
76