Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 81
Fegurri hvergi
á foldu ísa
leit hún tigna tinda.
Víst mun hún vilja
Víkursveit
um aldur farsœld fœra.
Botnlausa tjöm
Einn var sá staður í Norðurfirði sem við börnin höfðum
nokkum beyg af. Það var tjöm sú, er kölluð var Botnlausatjörn.
Hún var ofan við Mjóasíki á móts við gamla bæinn í Norðurfirði,
eða nokkru utar. Var þama flatlendur flói með fenjum og pytt-
um og heldur ógreiður og varasamur yfirferðar.
Botnlausatjöm var kringlótt, og varla meira en fimm metrar í
þvermál. Bakkar hennar stóðu þvert niður í hyldjúpt vatnið, sem
oftast flóði upp á bakkana. Ef staðið var framarlega á tjamar-
brúninni, mátti vel sjá, að bakkamir hölluðust inn undir sig niðri
í vatninu, og ef við hoppuðum þama á bakkanum þá gekk hann
í bylgjum, eins og væri hann á floti, og þannig mun það líka hafa
verið í raun og veru. Langt niðri í vatninu mátti sjá einskonar
botn með leir og leðju. Sagt var að tjörnin væri botnlaus, og
munu margir hafa verið á þeirri skoðun.
1 Norðurfirði var gamall maður sem hét Ólafur Ólafsson (f.
1848; d. 1923). Var hann athugull og fróður í besta lagi.
Eitt sinn er við börnin vorum stödd hjá Botnlausutjörn kom
Ólafur til okkar og varaði okkur við að fara nálægt tjörninni, því
hún væri lífshættuleg og alveg botnlaus. Sagði hann okkur til
sannindamerkis, að eitt sinn hefði hann tekið sig til og reynt að
mæla dýpt tjamarinnar. Hann hefði bundið saman þrjár árar,
hverja við endann á annarri og rekið þær svo allar beint niður í
tjömina, en engan botn fundið.
Okkur þótti saga Ólafs merkileg, og vorum nú enn hræddari
en áður að koma nálægt tjöminni.
Nú hefur þessi flói verið þurrkaður upp með stórum ræsum og
breytt í tún. Botnlausatjöm er horfin með öllu. Jarðvinnsluvélar
79