Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 83
við sitja. Honum tókst að klífa klettinn. Og efst á klettinum
skildi hann eftir 30 dali, sem var mynt þess tíma. Hann lét svo
um mælt, að hver sá, er gæti leikið þetta eftir honum, skyldi
eignast þessa 30 dali.
Mundi það ekki vera svo lítið fé, með núverandi gengi, og
munu 30 ríkisdalir þess tíma hafa jafngilt um 190 þúsund krón-
um nú til dags.
En enginn hefur getað leikið þetta eftir honum, fram á þennan
dag, að því er ég best veit.
Við Þrjátíudalastapa er því enn bundinn sá leyndardómur,
hvort þar muni enn vera að finna þennan 30 dala fjársjóð eða
ekki.
Eftirmáli:
Dalir voru fyrst slegnir í Þýskalandi árið 1523 í svonefndum
Jóakimsdal, og af þeim stað er dregið nafnið dalur (og dollar í
Ameríku). Nokkru eftir að farið var að slá dali í Þýskalandi tók
danska ríkið upp þessa mynt, ríkisdali, og barst þá auðvitað
einnig hingað og varð mynt íslendinga. Danir hættu notkun
dala árið 1874, og tóku upp krónumynt.
1 Austurríki var lengi notaður svokallaður Maríu Theresíu-
dalur (jafnvirði danskra og þýskra dala) og er reyndar sleginn
þar enn og jafngildir einn slíkur 212 austurrískum shillingum,
sem er núverandi mynt þess lands og gildir nú sem stendur um
30 kr. ísl.
Þessar upplýsingar eru hafðar eftir Ragnari Borg, sem vera
mun einn myntfróðasti íslendingur nú til dags.
Brúarsmíði tröllayfir Norðurfjórðinn
(Þjóðsaga)
I.
Sagan segir, að tvö nátttröll hafi átt heima sitt hvoru megin
við Norðurfjörðinn, annað í Krossanesfjalli en hitt í Hlíðar-
húsafjalli. Var vingott milli þeirra, og fóru þau því oft í heim-
sóknir hvort til annars. Þótti þeim langt og tafsamt, að ganga inn
81