Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 85
Við, bömin í Norðurfirðinum, komum oft á báða þessa staði,
og lékum okkur stundum í námunda við þá, einkum hjá Berg-
inu, þar sem var eitt af okkar algengu leiksvæðum. Góðar
minningar eru því tengdar þessum slóðum.
Vígahnötturinn
Það var kyrrlátt vetrarkvöld. Snjór yfir öllu. Dálítið frost.
Feimilbirta, því himinn var heiður og alstirndur og tungl í fyll-
ingu varpaði hvítum geislum sínum á land og sæ. Hvít fjöllin
báru við dimmbláa festinguna. Það marraði í snjónum, þegar
gengið var á honum.
Böm og unglingar höfðu safnast saman til leika, á eyrunum
ofan við Síkið í Norðurfirðinum. Og nokkrir fullorðnir menn
höfðu slegist í hópinn. Þótt dagur væri af lofti, voru unglingarnir
nú að leika sér í boltaleik, enda nógu bjart af stjörnum og mána.
Eg mun hafa verið mjög ungur, því ekki tók ég þátt í leiknum.
Þetta kvöld er mér minnisstætt, vegna atviks, er nú skal
greina:
Þegar leikurinn stóð sem hæst, varð allt í einu leiftrandi bjart.
Allir stönzuðu og litu upp. Og hér gaf á að líta. Úr austri kom
logandi hnöttur hátt í lofti á gífurlegum hraða og stefndi í vestur.
Margir minni hnettir komu í kjölfar hans og fylgdu honum fast
eftir eins og glóandi eldhali. Þessi eldhnöttur þaut þvert yfir
himininn á augabragði og hvarf bak við ský í áttina til Ófeigs-
fjarðarheiðar.
Allir stóðu agndofa og máttu ekki mæla. En að skammri
stundu liðinni gerðist annað undrið: Gífurlegur hávaði barst til
okkar ofan úr himingeimnum, líkt og skruðningar eða þrumu-
hljóð. Fyrst heyrðist hann úr austri en færðist óðfluga í vesturátt
eins og eldhnötturinn hafði farið. Smádofnaði síðan. En að lok-
um, allnokkru síðar, heyrðist eins og sprenging úr vesturátt og
bergmálaði í fjöllunum í kringum okkur. Og innan skamms varð
allt hljótt á ný.
Loks fóru menn að tala. Hvað hafði hér verið á seyði? Hvers-
konar náttúruundur höfðu hér gerst? Ég heyrði að minnst var á
83