Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 86
vígahnetti. Líklega hafa þeir, sem þarna voru, unglingar og
fullorðnir, haft skilning á því hvað hér hafði gerst.
II.
Hér hefur áreiðanlega verið um allstóran vígahnött (loftstein)
að ræða, sem þotið hefur inn í andrúmsloftið yfir höfðum okkar
og glóhitnað af núningnum við loftagnirnar. Það hefur molnað
nokkuð utan úr honum, og því hafa brotin, glóandi af hita, fylgt
á hæla honum, og glóandi eldhali staðið langt aftur af honum, á
ferð hans um loftið, en það stafar ekki einungis af steinbrotunum
úr honum sjálfum, heldur einnig, og fremur, af logandi súrefni
loftsins, sem leikur um glóandi loftsteininn þar sem hann þýtur
áfram í broddi fylkingar.
Og svo er það hávaðinn og þrumuhljóðin, sem á eftir fylgdu.
Þegar loftsteinn klýfur loftið með þessum ógnarhraða (með allt
að 80 km á sek.) þá myndast hljóðöldur, sem dreifast í allar áttir.
Þær berast með 1200 km hraða á klst. og því hafa þær borist
eyrum okkar allmiklu síðar en hnötturinn sjálfur fór yfir. Að
lokum heyrðum við eins og hljóð af sprengingu. Hugsanlegt er
að vígahnötturinn hafi sprungið í lofti, áður en hann náði til
jarðar, en það mun vera langalgengast. Hitt er svo til í dæminu,
að hann hafi náð til jarðar vegna stærðar sinnar, og hafi sundrast
algjörlega eða sprungið í árekstri við jörðina. Þá hefði það að
líkindum ekki gerst langt í burtu, e.t.v. yfir eða á Ófeigsfjarðar-
heiði eða á Drangajökli. Annars hefði hljóðbylgjan varla náð
eyrum okkar, sem þama vorum staddir þetta kvöld.
Hvað sem líður öllum fræðilegum skýringum á þessum við-
burði, þá er mér þetta atvik enn í fersku minni, eins og það hefði
gerst í gær.
Leikur unglinganna hætti. Og innan skamms fór hver og einn
heim til sín, furðu lostinn yfir því náttúruundri, sem þarna hafði
birst svo óvænt. Himinninn hafði sýnt okkur svolítið brot af
töfrum sínum og ógnarkrafti. Frammi fyrir slíkum öflum stönd-
um við menn svo magnlitlir og ógnar smáir.
84