Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 91
Húsavíkurkleif að vestan sjórinn takmarkar land til norðurs, en
til suðurs er það Heiðarbæjarheiði.
Vestan Miðdalsár eru grónar grundir meðfram sjónum sem
létt reyndist að breyta í tún. En melar þekja allmikið land upp af
sjávarkömbunum, sem með nútíma tækni er mögulegt að breyta
í gróið land, eða töðuvöll.
Heiðarbær var engin undantekning annarra býla í Miðdal um
og fyrir nítjánhundruð og tuttugu, þegar ég vappaði þar um
hlað.
Mannshöndin réð þá rikjum með þeim ófullkomnu verkfær-
um sem þá þekktust og höfðu svo verið í hundruð ára. Þessi
bændabýli í Miðdal voru öðrum lík þar um slóðir. En væri
lengra skyggnst um var tvennt sem á þessum tima var öðruvísi en
í mörgum öðrum sýslum landsins. Heyhlöður voru stórar og vel
byggðar og tóku ævinlega allt sem heyjað var hvert sumar. A
þessum árum var á öllum býlum sem áttu land að sjó, grindur í
öllum fjárhúsum, var það talið nauðsynlegt vegna fjörubeitar-
fjárins.
Annar stórkostur við grindur í fjárhúsum var hversu auðvelt
var að moka undan þeim og var þá tilbúið til áburðar. Aftur á
móti þótti leiðindavinna og sannkallað skítverk að stinga út tað
úr húsum þótt nauðsynlegt væri þar sem annar eldiviður var
ekki fyrir hendi, en í Miðdal var gott mótak, þó ekki í Heiðarbæ,
það var fengið að láni í Miðdalsgröf.
Ibúðarhúsið í Heiðarbæ var tvílyft. Niðri var eldhús, búr,
maskínupláss, eða eldunaraðstaða fyrir mómaskínu sem kölluð
var, norðast var gestastofa. Kjallari var undir hluta hússins,
byggður úr torfi og grjóti, notaður svo til eingöngu til sláturs-
geymslu, gengið var í hana niður stiga með hlera yfir í búrgólf-
mu. — Vestan við aðalhúsið var lægri bygging úr torfi, sem
notuð var til ýmissa hluta sem búið með þurfti, þar var m.a.
reykingakofi áfastur. Gegnum þessa byggingu var gengið í fjós en
ntjótt sund aðskildi það frá bænum. Á efri hæð hússins var fimm
stafgólfa baðstofa með níu rúmum, uppgangan tók af eitt rúm-
plássið. Gluggar voru á báðum stöfnum, skarsúð í lofti, torf á
þaki. Önnur langhlið hússins sem í austur sneri var úr timbri
89