Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 98
hann svaf ekki. Báðum við hann að fara með gátu ef hann kynni
því við værum búnir með allt sem við kynnum. Hann sagðist
aungva gátu kunna, og skannkaði við. Eftir litla stund þá við
héldum hann væri sofnaður reis hann upp og mælir af munni
fram þessa:
Þrír á trönum hanga hátt,
heim í bcei vitja.
En í sjónum liggja látt,
langa tóna flytja.
Mikið reyndum við að ráða þessa gátu, en lausnin lá ekki á
lausu. Það var hvorttveggja að vísan var góð og ekki síður hitt að
lausn gátunnar var rökrétt. Við vissum að, trönur, gat þýtt tré
eða spýtur og þær væru vísast heim við bæi. En að liggja í
sjónum, var örðugara við að fást, og þetta með tónana var verst
að skilja. Samt sem áður höfðum við þetta fyrir augum svo til
daglega. En gátur eru þá jafn erfiðastar viðfangs þá lausnin er
augljósust.
Það er talað um þrjá sem hanga, þar er lausnina að finna.
Þessir þrír valda nokkrum misskilningi sé hún færð til nútímans.
Þar sem áður voru þrír getur í dag verið einhver önnur tala, t.d.
fimm.
I Tungusveit heyrðist þá kveðin vísa.
Sem fyrr er sagt fluttust þau til Hólmavíkur, Heiðarbæjar-
hjónin, Guðrún og Guðjón. Búskap höfðu þau stundað lengst af
ævinni, en nú var því aflétt, áhyggjum yfir velferð bús og fólks
var ekki lengur til. Tvö ein í húsi á Hólmavík eyddu þau seinustu
árum sínum, í stað búskaps áður stundaði Guðjón hina og þessa
vinnu sem til féll svo sem uppskipun, sláturhússtörf, vegavinnu
og margt fleira, t.d. frystihússstörf. I vegavinnunni sköpuðust að-
stæður til vísnagerðar, og er hér lítið sýnishorn.
Tóti, á gráu grjóti
garpurinn voða skarpi,
96
i