Strandapósturinn - 01.06.1984, Side 118
líkindum ekki þegið. En hér ber að hafa hugfast, að skítur var
enginn skítur í þá daga. Skítnum ók Hjalti árum saman í hjól-
börum inn undir Kópnes og dreifði um brekkur og börð ofan við
veginn. Af þessu jókst smátt og smátt tún það, sem Hjalti nytjaði
alla tíð síðan. Löngu seinna byggði hann sér íbúðarhús innst í
túninu og nefndi Dvöl.
Síðustu árin sem hesthúsumhirðan var á snærum Hjalta, létti
Lúðvík sonur hans verkinu af honum. Lúlla líkaði starfinn
fremur illa, einkanlega út af því, að mennirnir fóru í æ ríkara
mæli að taka fram fyrir hendur hrossa sinna og gera sjálfir sín
stykki í hesthúsinu.
Þegar þetta var vorum við stigin inn í miðjar menningar- og
tæknifurður heimsstyrjaldarinnar. Eigi að síður fór því fjarri, að
salerni væru komin í hvert hús Hólmvíkinga, auk þess sem
hvergi var séð fyrir þörfum ferðalanga í þessum efnum, að und-
anskildum ójöfnum í landslaginu frá skaparans hendi til að skýla
sér bak við og einum og einum báti á hvolfi á fjörukambinum.
Af þessu tilefni setti Lúlli saman vísu og negldi upp á hest-
húshurðina. 1 henni tók hann skilmerkilega fram til hvers hest-
hús væru ætluð og til hvers ekki og bað menn virða. Illu heilli er
vísa þessi oss líklega töpuð, þvi að hún var nokkuð mergjuð, en
önnur vísa eftir Lúlla, sem einnig lýtur að hrossataði, þótt af
öðru tilefni væri, mætti kannski koma í staðinn.
Lúlli rakst inn til nágranna síns, Jóns Arnasonar á Kópnesi,
sem var að brytja síld í ær sínar. Lúlli bað Jón að gefa sér bita, sér
þætti síld svo fjarskalega góð. Þá sveiaði gamli maðurinn gríð-
arlega í skeggið og kvaðst fyrr éta hrossaskít en slíkan ósóma, en
Lúlli kvað:
Efað síldin þráa þrýtur,
þá mun gerast neyð um Frón
„Hroðalega er hrossaskítur
hraðlystugur“, segir Jón.
Mannaþefsplágan hafði fylgt hesthúsinu frá fyrstu tíð, og eru
opinber skilríki fyrir því. Á fundi hreppsnefndar Hrófbergs-
116