Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 119
hrepps 30. nóv. 1928 skyldi þetta mál tekið föstum tökum og
óhæfan kæfð í fæðingunni. Heilbrigðisnefnd var starfandi í
hreppnum og hafði lengi verið. Nefndin hafði lagt erindi fyrir
fundinn þess efnis, að hreppsnefndin léti byggja salerni við „hið
almenna hesthús“ á Hólmavík. Vitaskuld hafði gott málefni
sigur og skyldi framkvæmt á næsta vori. Og vorið kom og
grundirnar greru, en salernið var ekki byggt, hvorki þá né síðar.
Sumir halda því fram, að Hrófbergshreppur hafi kostað ein-
hverjar endurbætur á hesthúsinu og ánetjast með þeim hætti
þessu vandræðabarni, sem síðar varð, en vafist hefur fyrir
mönnum að benda á hverjar endurbæturnar hafi verið. Nokkurt
glugg í hreppsreikninga frá þessum árum hefur ekki rennt stoð-
um undir slíkar kenningar.
Skömmu eftir þetta lognaðist ungmennafélagið út af. Eftir
það vildi enginn heyra hesthúsið né sjá, þá steinsteyptu og
traustbyggðu fasteign! Ágirndarskortur þessi stafaði alfarið af
yfirvofandi viðhalds- og hirðingarkostnaði hússins, en arður af
því hafði aldrei neinn verið, hesthúsið hafði frá upphafi verið
allra gagn án endurgjalds.
Bönd ábyrgðarinnar bárust nú, með réttu ellegar röngu, að
hreppsnefndinni, sem hóf að leita fyrirtækinu rekstrargrund-
vallar. Nú er það kunnugt, að djúpt reynist yfirleitt á þesskonar
undirstöðum. Einna helst kom mönnum til hugar að leita styrks
hjá bjargálna nágrönnum og sneru sér til Tungusveitunga, sem
vitað var, að nokkuð lengi höfðu haft til hnífs og skeiðar. En þeir
höfðingjar kváðust aldrei hirða, hversu Hólmvíkingar rækju sinn
peningshúsakost. Svoddan svör þóttu koma úr hörðustu átt, eða
höfðu Tungusveitungar kannski ekki allra manna fúsastir notað
hesthúsið um áraraðir? En bolmagn brast til að sveigja Tungu-
sveitunga til undirgefni, því hlaut þessi snjalla hugmynd að falla
í þagnargildi og var ekki upp vakin síðan.
Og svo fer það að renna upp fyrir mönnum, að engir gera
kröfu til eignarréttar að hesthúsinu og fara þá ýmsir Hólmvík-
ingar að vista þar hross sín að staðaldri yfir harðasta vetrartim-
ann. Ormur Samúelsson og Guðbjörn Bjarnason höfðu þar
117