Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 126
miðjum kórnum, (því nóg hafði ég hljóðin, ekki vantaði það).
Aldrei man ég samt eftir því að amast væri við mér. Söng-
mennirnir létu mig afskiptalausan, og söngstjórinn bað mig ekki
að halda mér saman, enda hefði það verið ólíkt slíku ljúfmenni
sem hann var.
Ég var víst stundum dálítið óþægilega svörull og framhleyp-
inn í orði sem krakki. Minnist ég sérstaklega eins atviks, sem
sýnir það. Við erum þrjú systkini, og eru tvíburasystur mínar
góðum fimm árum yngri en ég. Aldrei man ég til þess, að for-
eldrar okkar gerðu upp á milli okkar á neinn hátt, en vitanlega
þurfti meira að sinna þeim en mér á þessum árum. Undir niðri
hefur mér þá trúlega fundist, að ég væri hafður útundan, meira
látið með stelpurnar en mig. Einhverju sinni var gestkomandi
fólk að spjalla við mömmu, og var þá meðal annars eitthvað
minnst á okkur krakkana. Gall ég þá við fram í samræðurnar:
„Pabbi og mamma eiga tvo engla og einn púka.“ Ég veit, að
mömmu sárnaði við mig fyrir þessi ósanngjörnu orð, en hvorki
hún né gestirnir létust þó hafa heyrt þau. Þetta litla dæmi sýnir
bæði framhleypni mína og eins hitt, hvað börn eru viðkvæm
fyrir því, ef þeim finnst þau höfð útundan.
I túnfætinum
Líttu út í góða veðrið
litli vinur minn.
Mál er nú að tifa
út í túnfótinn.
Silfurskœrt er erlunnar
sumarglaða lag.
Býður hún þér, glókollur,
góðan dag.
124