Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 131
ríka í Arnardal Illugasonar. Börn þeirra voru Guðmundur bóndi
og hreppstjóri í Æðey kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur frá Arnar-
dal og voru þau foreldrar hinna mörgu og gestrisnu Æðeyjar
systkina, Ásgeirs og fleiri, Jakob Rósinkarsson stórbóndi í Ögri
seinni maður Þuríðar Ólafsdóttur hattamakara og voru þeirra
dætur hinar velþekktu Ögursystur Halldóra og Ragnhildur er
lengi bjuggu í Ögri en sonur Árni efnismaður er dó við nám í
búnaðarháskóla í Kaupmannahöfn 8. sept. 1906. Árni lét eftir
sig tvö börn og var annað Líneik kona Hafliða Ólafssonar bónda
í Ögri. Nokkur börn Rósinkars dóu smá börn. Þá átti Jakob
Guðmundsson barn framhjá, var það drengur, f. 17. des. 1819 á
Breiðabóli. Móðir hans var vk. Jakobs, Sigríður Narfadóttir.
Barnið hét Engilbert og dó árið eftir. Ári síðar fæddist þeim
hjónum enn barn og hlaut nafnið Engilbert, f. 21. jan. 1821. Ekki
er mér kunnugt um örlög Engilberts.
Rakel Guðmundsdóttir Bjarnasonar, f. 1880 átti fyrst barn
með Halldóri Þórðarsyni frá Vigur sem bjó á Hesti í Hestfirði en
var síðan lengi hreppstjóri í Árbæ í Bolungavík. Þórður faðir
hans stúdent og umboðsmaður í Vigur var sonur Ólafs lögsagn-
ara á Eyri í Seyðisfirði. Barn þeirra Rakelar var Þorsteinn bóndi
á Skarði á Snæfjallaströnd. Kona hans var Guðrún Sigurðar-
dóttir frá Lónseyri Bjarnasonar og k. Sigríður Bjarnadóttir. Þb.
Jakob bóndi á Skarði átti Guðrúnu Hjaltadóttur prests á Snæ-
fjöllum Þorlákssonar. Meðal barna þeirra voru Hildur fór til
Am., f. 3. apr. 1852, d. 29. mars 1936, átti Guðjón Jónsson af
Arnardalsætt, Sigurður, Jóhanna, Guðrún, f. 1854, Páll Svein-
björn landnámsmaður í Steinnesi í Am., átti Sigríði Jensdóttur,
Valgerður ólst upp í Bolungavík. Dóttir Páls Sveinbjarnar var
Pálína móðir Guðjóns Þorgilssonar kennara í Reykjavík. Val-
gerður átti Bárð Jónsson bónda á Hanhóli, f. 28. sept. 1852, d. 16.
jan. 1936 af Hólsætt. Þb. Jóhann G. Bárðarson kaupmaður á
Isafirði og rithöfundur (sjá Áraskip) Jóhann var bæjarfulltrúi á
Isafirði, var síðast í Reykjavik. Kona hans var Guðbjörg dóttir
Péturs Péturssonar í Hafnardal sem hér kemur við sögu síðar.
Karólína Jakobsdóttir átti Halldór Jónsson frá Naustum, voru á
fsafirði, Jakob Elías formaður og útvegsbóndi í Bolungavík, faðir
129