Strandapósturinn - 01.06.1984, Qupperneq 134
Dóru Jakobsdóttur háskólaborgara og bæjarstjóra í Kópavogi,
Arnór, f. 21. maí 1908 dó um tvítugt.
Þá er komið að þriðja manninum, Hermanni Þórðarsyni frá
Melum. Hermann var fæddur 16. júní 1845, d. 17. okt. 1915.
Foreldrar hans voru Þórður Hermannsson bóndi á Melum og k.
Venedía Jóhannesdóttir. 1875 er Hermann kominn vestur að
Djúpi og búinn að gifta sig stúlku þar úr sveit. Þau eru gefin
saman 23. okt. 1875 og eru þá í húsmennsku á Ármúla. Kona
hans er Guðrún Bjarnadóttir ættuð úr Langadal, f. í Múlasveit
4. maí 1853, d. 21. febr. 1933. Foreldrar hennar voru Bjarni sterki
Jónsson frá Kleifakoti í Isafirði Sigurðssonar og k. Elísabet
Ólafsdóttir frá Arngerðareyri, Bjarnasonar. Bjarni og Elísabet
voru aðeins tvö ár í Múlasveit en annan tíma við Djúp.
Hermann og kona hans voru fyrstu árin í húsmennsku en 1881
eru þau farin að búa á Lónseyri. Þau flytja svo norður að
Krossnesi í Víkursveit og búa þar 1888 og til 1901 en það ár er
hann sagður leigjandi í Tungu í Dalamynni en bjó svo í Haga-
koti í Ögursveit. 1920 konan á Hvítanesi. Börn þeirra voru þessi:
Elísabet María, f. 9. apr. 1878 á Ármúla, d. 9. febr. 1953 átti
Kristján Benedikt Jónsson frá Reykjarfirði, talinn greindur
maður, skáldmæltur og ættfróður. Voru fyrst í Vatnsfjarðarsveit
en svo í Þernuvík og á Garðstaðagrundum en síðast á Flateyri.
Þeirra börn voru: Kristín ógift í Reykjavík, Kristján smiður á
ísafirði átti Elínu Tryggvadóttur, Hermann Björn sjómaður á
Flateyri átti Elínu Bjarnadóttur, Björn drukknaði í tjörn í
Hörgshlíð 8 ára, Sigríður átti Ólaf Gíslason í Súðavík, Jón hús-
gagnabólstrari átti Þóru Þórðardóttur á ísafirði, annað barn
Hermanns og Guðrúnar var Hermann Hermannsson, f. 17. maí
1893, d. 26. nóv. 1981 útvegsbóndi á Svalbarði í Ögursveit en
síðan á Isafirði. Kona hans var Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
garðyrkjumanns á Eyri í Skötufirði, Sigurðssonar. Þb. Kristín
Anna átti Ásgeir járnsmíðameistara Sigurðsson frá Bæjum,
Þuríður átti Arnvið Ævarr Björnsson rörlagningameistara á
Húsavík, Gunnar Haraldur togaraskipstjóri í Hafnarfirði, átti
Kristínu Önundardóttur frá Norðfirði, Þórður Guðmundur
skipstjóri og ásamt Gísla bróður sínum eigandi að útgerðarfé-
132