Strandapósturinn - 01.06.1984, Síða 135
laginu Ögurvík, átti Vigdísi Birgisdóttur, Gísli Jón skipstjóri og
útgerðarmaður í Reykjavík, átti Jónínu Einarsdóttur, Karitas
Kristín átti Steingrím Birgisson húsgagnasmið og kaupmann á
Húsavík, Sigríður Ragna átti Erling Magnússon verslunarmann
í Reykjavík, Sverrir alþingismaður og ráðherra í Reykjavík átti
Grétu Lind Kristjánsdóttur frá Isafirði, Halldór skipstjóri á Isa-
firði átti Katrínu Gísladóttur, Birgir skipstjóri og ritstjórnar-
fulltrúi í Reykjavík en var áður starfsmaður hjá Sameinuðu
þjóðunum, Guðrún Dóra átti Þóri Þórisson í Reykjavík. Hall-
dór sonur Hermanns Þórðarsonar bóndi í Hagakoti átti Þor-
björgu Jóhönnu Jónasdóttur frá Birnustöðum. Bl., Sveinbjörg
átti Guðmund Halldórsson í Súgandafirði, Guðmundína átti
Jón Jónasson á Birnustöðum og voru þ.b. Þorsteina Kristjana
átti Hannibal Guðmundsson í Þernuvík og síðar lengi á Han-
hóli, áttu ein 16 börn, þar á meðal Jón bónda á Hanhóli, Guðrún
Hermannsdóttir Þórðarsonar, átti Karl Gunnlaugsson bónda á
Birnustöðum, Rebekka á Isafirði átti Guðmund Guðmundsson,
Hermann Jónas og Guðmundur Bjarni dóu ungir, Margrét, f.
18. jan. 1880 á Lónseyri var vinnukona hjá Sigvalda lækni
Kaldalóns, Hermann, f. 1878 dó barn, Kristján dó á Vífilsstöð-
um, ungur, Guðrún, f. 1877 i Bæjum dó barn. Tvö börn átti
Hermann fyrir giftingu annað á Ströndum hitt á ísafirði og dó
það á fyrsta ári. Hermann var tuttugu ára þegar hann varð faðir
í Víkursveit. Barnið var sonur og hét Guðmann. Hann mun hafa
komist upp.
Þá erum við komin að fjórða manninum úr Víkursveit sem
flutti að Djúpi og hér verður sagt frá. Pétur Pétursson frá
Dröngum var f. 6. sept. 1850, d. 29. ág. 1916. Foreldrar hans voru
hjónin Pétur Magnússon bóndi á Dröngum og k. Hallfríður
Jónsdóttir. Hallfríður var systir Jóns afa Hannibals ráðherra.
Pétur var meðalmaður á hæð með rautt alskegg, kvikur á fæti og
áhugamaður. Hann átti tuttugu og fimm börn og ól upp tvö í
viðbót. Hann mun hafa verið fyrsti maður á landi hér sem fékk
einskonar barnalífeyri. Að tillögu þingmanns sýslunnar veitti
Landssjóður honum 400 krónur, einskonar verðlaun fyrir fram-
úrskarandi lífsstarf. Bjó fyrst á Dröngum í sambýli við foreldra
133