Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 143
Guðbjörg Andrésdóttir:
Minningabrot
Kæri Strandapóstur, enn einu sinni er ég sest niður og farin að
skrifa niður minningabrot frá æskuárum mínum í Þrúðardal.
Dalnum mínum kæra sem mér finnst alltaf jafnfagur í minn-
ingunni, ennþá man ég mörg örnefni sem nauðsynlegt var að
þekkja í þá daga og geymast enn í huganum þó langt sé um liðið.
Þorsteinsstaðir var gamalt eyðibýli og Þorsteinsstaðahlíð,
Hnúkar, Hólar, Öxl, Miðdegisfjall, og gilin og lækirnir hétu líka
eitthvað. Stóragil, Bæjargil, Stekkjargil, Svartiskurður, Ljósi-
lækur, Þverá, og ekki má gleyma sjálfum Þrúðuhól, þar sem
Þrúður sú sem bærinn heitir eftir á að vera grafin. Fram af
Þrúðardal ganga tveir dalir. Til suðurs er Litlidalur en í suð-
vestur Mókollsdalur sem er langur og mjög grösugur, þar í botni
dalsins er sérkennilegur klettahóll sem sprungið hefur framúr
klettabelti, heitir hóllinn Kollahaugur og segir þjóðsagan að þar
hafi Kolli landnámsmaður Kollafjarðar verið heygður.
í Mókollsdal eru tvö önnur merkileg náttúrufyrirbæri. 1 svo-
kölluðu Hrútagili eru mjög furðulegir steingerfingar. Til dæmis
hafa fundist þar steingerðar plöntur, og risavaxin skordýr sem
141