Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 153

Strandapósturinn - 01.06.1984, Page 153
hafa yfir vertíðina, en nú var hægra að fá eitt og annað keypt fyrir vestan. Það voru orðnir breyttir tímar. Svo var það oft að menn sendu dót sitt það mesta vestur með skipi nokkru fyrir páska en fóru svo á páskum landveg ef ekki var um skipsferð að ræða. Þó að skipsferðir væru stundum nokkrar á þessum árum stóð ekki ætíð svo vel á þeim að hægt væri að fá ferð um páska vestur þó það gæti stundum verið. En hvernig yrði nú að komast vestur yfir heiðina á morgun, það var nú í huga manns, því yrði áframhaldandi leysing þá var vont gangfæri, vaðandi ófærð yfir alla þessa löngu heiði. En hvað um það, morgundagurinn myndi leiða það í ljós, það yrði að taka því eins og það væri. Það tilheyrði nú þessum ferðum, það vissi maður vel, og svo ekkert meira um það að tala. Þegar Magnús á Kirkjubóli kom inn um kvöldið þá segir hann við pabba: „Tani, nú er hann kominn norðan.“ Þá var kominn hægur norðan vindur og farið að frysta. Morguninn eftir var bjart og stillt veður og hafði verið talsvert frost um nóttina, svo færð var svo ágæt sem hún best gat verið og markaði varla spor sem kallað er. Það var búist við að yrði full hart að komast upp og ofan hjarnfannir en það reyndist sæmi- legt þegar til kom, svo þetta gat nú ekki betra verið. Menn voru að koma í smáhópum neðan dalinn, þeir sem höfðu gist á bæj- unum fyrir neðan okkur. Þetta voru menn víða að. Ur Bjarnar- firðinum og utan af Selströnd auk okkar sem vorum að vestan- verðu úr Steingrímsfirði. Hvað margir menn þetta hafa verið man ég ekki nú en ég hugsa að það hafi verið um eða yfir tuttugu manns alls, sem þá fóru yfir heiðina eða eitthvað nálægt því. Þar sem farið er uppá heiðina nokkuð fyrir framan Kleppustaði heitir Flókatunga og er hún brött mjög og erfið til uppgöngu og mjög viðsjál ef harðfenni er, en í þetta sinn reyndist hún furðu góð en mátti ekki samt harðara vera, en allt gekk vel. Þessa leið var pabbi minn ótalsinnum oft búinn að fara eins og geta má nærri enda þekkti hann þarna víst flest eða öll örnefni og var að segja mér þau. Þegar kemur langt vestur er örnefni sem heitir Sótavörðuhæð og þá á að vera um það hálfnuð heiðin. Þegar kemur nokkuð vestur fyrir hana þá skiptast leiðir, önnur liggur 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.