Strandapósturinn - 01.06.1984, Blaðsíða 156
að Múla. Ég býst við að þetta þætti nú á dögum löng dagleið
fyrir 15 ára dreng þroskalítinn, nú á tímum þegar allt er farið á
bílum og allt þykir langt ef eitthvað á að fara gangandi, en þegar
þetta var (1919) þá þótti þetta svo sem ekki frásagnarvert, svo
almennt var að fara langar leiðir gangandi að það þótti engum
mikið, síst þegar færð og veður var eins gott og hér um getur.
Morguninn eftir fórum við svo út að Arngerðareyri og fram af
því kom póstbáturinn sem við fórum með út yfir Djúpið til
ísafjarðar. Það fór fjöldi manns með bátnum. Þegar við fórum
inn að Múla daginn áður mættum við ferðamannahóp sem kom
Kollafjarðarheiði og þá er víst farið ofan Laugabólsdal.
En hvar allir þessir menn hafa gist um nóttina veit ég ekki en
margir hafa sjálfsagt gist á Arngerðareyri, en allir hafa nú tæpast
getað gist þar. Póstbáturinn kom víða við á leiðinni til fsafjarðar
og alltaf voru vermenn að bætast við. Veðrið var gott svo menn
gátu verið uppi á þilfari enda lítið pláss niðri undir þiljum. Mér
þótti gaman að koma sem víðast við, og sjá staðina svona í fyrsta
sinn sem ég fór þetta, en það fer nú af þegar maður fer oft þessa
sömu leið. Seinni part dags komum við til fsafjarðar og vorum
nóttina hjá Guðjóni vaktara. Guðjón var þá farinn að versla
þegar þetta var og gera út bát eða báta. Daginn eftir fórum við út
í Bolungarvík með mótorbát sem Guðjón átti og réri þaðan,
formaðurinn hét Pétur Finnbogason, hann átti heima inni í
Skötufirði. Ég man hvað mér fannst Óshlíðin hrikaleg þegar við
fórum út með henni og yst á henni hátt upp í er mikill stein-
drangur sem er vanalega kallaður „kerlingin“. Þar á landnáms-
konan Þuríður sundafyllir, að hafa orðið að steini fyrir álög
Þjóðólfs bróður síns sem bjó í Tungu í Bolungarvík, um það segir
í þjóðsögunum. Hún lét hann verða að steindrang líka þar sem
fuglar drituðu sem mest á auðvitað honum til háðungar, og sá
steindrangur var nokkuð fyrir utan Bolungarvíkina og alltaf
kallaður „Þjóðólfur“ en á síðast liðinni öld, ég man nú ekki
hvenær á öldinni það var, þá hverfur Þjóðólfur í hafsins djúp,
hann var stutt frá landi. Það er sagt frá þessu í Þjóðsögunum.
Þetta þótti á þeim árum dularfullt, en stórbrimið hefur kannske
smátt og smátt unnið á drangnum þó mennirnir skildu það ekki.
154