Saga - 2012, Blaðsíða 21
heiðingja í fjarlægri fortíð. Þær snúast um bardaga samkvæmt leik-
reglum riddara mennsku.27 Kappakvæðin höfðu trúlega einna mest
áhrif á hugmyndir Íslendinga um Serki en þau voru endursögð á
íslensku í riddarasögum. Þar er Karlamagnús saga viða mesta ritið
en B-gerð hennar hefur trúlega verið samin á Íslandi og inn í hana
bætt fróðleik úr lærdómsritum, svo sem Speculum historiale eftir
Vincentíus frá Beauvais.28 Það bendir í sjálfu sér til þess að tekið hafi
verið mark á Karlamagnús sögu sem sagnariti.
Þar má stundum greina mun sem oft stafar af því að stuðst var
við ólíkar heimildir. Í Agulando þætti er trúarbrögðum Serkja lýst
sem fjölgyðistrú: „En þótt margir vorir guðir sé miklir, hafa allt eins
mestan höfuðburð fjórir af þeim, það er að skilja hinn máttugi
Machon og hinn voldugi Maumet og digri Terrogant og sterki
Jupiter. Þá fjóra skulu vér láta meður oss í för verða.“29 Í öðrum hlut-
um Karlamagnús sögu, sem þýddir voru eftir kappakvæðum, virðist
þetta gleymt og aðeins talað um eitt af þessum goðum, Maumet spá-
mann. Þá virðist trú Serkja nánast vera eingyðistrú þar sem þeir seg-
jast dýrka „hinn máttuga Maumet guðs sendiboða og hans boðorð
höldum vér og þar með höfum vér almáttig guð þau er oss sýna
meður boði Maumets óvorðna hluti. Þau dýrkum vér og tignum og af
þeim höfum vér líf og ríki, og ef þú sér þau mundi þér mikið um
finnast“.30 Maumet er réttilega skilgreindur sem sendi boði guðs sem
hafi gefið Serkjum boðorð til að lifa eftir. Þó er hér á ferð einhvers
konar blanda af eingyðis- og fjölgyðistrú, því að einnig er talað um
mörg „guð“ sem hann stjórni. Enn einn þáttur í mynd hans kemur
fram þegar Agulandus Serkjakonungur er látinn segja: „Það skal mig
aldrei henda að ég láti skírast og neita svo Maumet vera almáttk-
an“.31 Maumet er þá ekki sendiboði heldur almáttugur guð.
Skurðgoð, spámaður eða almáttugur guð? Múslímar trúa á al -
mátt ugan guð og að Múhameð sé spámaður hans, en í Karlamagnús
sögu er sú vitneskja túlkuð þannig að hann verður bæði spámaður
og guð. Þetta er í samræmi við það sem algengt var í kristni enda
Kristur sjálfur holdgervingur Guðs en ekki einungis spámaður.
Heimsmynd og söguvitund kristinna manna hafði tekið á sig fasta
íslam og andstæður … 19
27 Norman A. Daniel, Heroes and Saracens. An Interpretation of the Chansons de Geste
(Edinborg: Edinburgh University Press 1984), bls. 263–264.
28 Eyvind Fjeld Halvorsen, „Karlamagnús saga“, bls. 288.
29 Karlamagnus saga ok kappa hans, bls. 135.
30 Sama heimild, bls. 145.
31 Sama heimild, bls. 146.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 19