Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 21

Saga - 2012, Blaðsíða 21
heiðingja í fjarlægri fortíð. Þær snúast um bardaga samkvæmt leik- reglum riddara mennsku.27 Kappakvæðin höfðu trúlega einna mest áhrif á hugmyndir Íslendinga um Serki en þau voru endursögð á íslensku í riddarasögum. Þar er Karlamagnús saga viða mesta ritið en B-gerð hennar hefur trúlega verið samin á Íslandi og inn í hana bætt fróðleik úr lærdómsritum, svo sem Speculum historiale eftir Vincentíus frá Beauvais.28 Það bendir í sjálfu sér til þess að tekið hafi verið mark á Karlamagnús sögu sem sagnariti. Þar má stundum greina mun sem oft stafar af því að stuðst var við ólíkar heimildir. Í Agulando þætti er trúarbrögðum Serkja lýst sem fjölgyðistrú: „En þótt margir vorir guðir sé miklir, hafa allt eins mestan höfuðburð fjórir af þeim, það er að skilja hinn máttugi Machon og hinn voldugi Maumet og digri Terrogant og sterki Jupiter. Þá fjóra skulu vér láta meður oss í för verða.“29 Í öðrum hlut- um Karlamagnús sögu, sem þýddir voru eftir kappakvæðum, virðist þetta gleymt og aðeins talað um eitt af þessum goðum, Maumet spá- mann. Þá virðist trú Serkja nánast vera eingyðistrú þar sem þeir seg- jast dýrka „hinn máttuga Maumet guðs sendiboða og hans boðorð höldum vér og þar með höfum vér almáttig guð þau er oss sýna meður boði Maumets óvorðna hluti. Þau dýrkum vér og tignum og af þeim höfum vér líf og ríki, og ef þú sér þau mundi þér mikið um finnast“.30 Maumet er réttilega skilgreindur sem sendi boði guðs sem hafi gefið Serkjum boðorð til að lifa eftir. Þó er hér á ferð einhvers konar blanda af eingyðis- og fjölgyðistrú, því að einnig er talað um mörg „guð“ sem hann stjórni. Enn einn þáttur í mynd hans kemur fram þegar Agulandus Serkjakonungur er látinn segja: „Það skal mig aldrei henda að ég láti skírast og neita svo Maumet vera almáttk- an“.31 Maumet er þá ekki sendiboði heldur almáttugur guð. Skurðgoð, spámaður eða almáttugur guð? Múslímar trúa á al - mátt ugan guð og að Múhameð sé spámaður hans, en í Karlamagnús sögu er sú vitneskja túlkuð þannig að hann verður bæði spámaður og guð. Þetta er í samræmi við það sem algengt var í kristni enda Kristur sjálfur holdgervingur Guðs en ekki einungis spámaður. Heimsmynd og söguvitund kristinna manna hafði tekið á sig fasta íslam og andstæður … 19 27 Norman A. Daniel, Heroes and Saracens. An Interpretation of the Chansons de Geste (Edinborg: Edinburgh University Press 1984), bls. 263–264. 28 Eyvind Fjeld Halvorsen, „Karlamagnús saga“, bls. 288. 29 Karlamagnus saga ok kappa hans, bls. 135. 30 Sama heimild, bls. 145. 31 Sama heimild, bls. 146. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.