Saga - 2012, Blaðsíða 157
útfærslu hugmynda, sem flokkað er eftir þegar grjótgarður lendir á öðrum
enda áss en tágakarfa á hinum.
Í ritgerðinni er vel og ítarlega gerð grein fyrir togstreitu hefðar og fram-
farahugar, leitinni að hinu þjóðlega. Á blaðsíðum 34–36 er rætt um uppruna
og útbreiðslu hugmynda um hið þjóðlega í menningararfi. Þar er vísað til
Hagströmer annars vegar og Gustafssons hins vegar sem ólíkra sjónarhorna,
og ég set spurningarmerki við það. Gustafsson talar um að það sem nú sé
álitið ekta sænskt sé sköpun lista- og menntafólks sem hafi verið færð fram
til almennings í árangursríkum áróðursherferðum. Hagströmer orðar það
svo að Swedishness, eða það sem nú er talið sænskt, hafi verið „framleitt“,
þ.e. manufactured, á þessum tíma, kringum aldamótin 1900. Svipaðar sögu -
skýringar koma fram hjá Kragelund um myndun þjóðleika í dönsku hand-
verki. Á öðrum vettvangi, þ.e. í fyrirlestri á Þjóðarspegli 2009 hef ég orðað
svipaða hugsun með tilvísun til Hobsbawm, 1983: „Uppfinning hefðar get-
ur verið markviss, þ.e. að hefðin er hönnuð, sett á svið og stofnuð af ákveðn -
um aðilum oft af ákveðnu tilefni — eða að hefð verður til á óljósari hátt á
stuttum en ákveðnum tíma en nær fótfestu. Hefðin vísar til athafna sem lúta
ákveðnum reglum og/eða ritúali eða hafa táknræna merkingu og gildi, um
er að ræða endurtekningu, ætlunin er að mynda samfellu sem leiðir til þess
að nýja hefðin er tengd við valda þætti sögulegrar fortíðar.“ Athyglisvert er
að Hobsbawm bendir á að það er gjarnan á breytingatímum sem þörf vakn-
ar til að varðveita handbragð og hluti sem eru að víkja fyrir nýrri tækni;
þegar eitthvað er skilgreint sem menningararfur er það á hverfanda hveli ef
ekki þegar dautt og þarfnast endurlífgunar. Hvernig rímar þessi kenning
við þróun hugmyndafræðinnar um handverk sem lýst er í ritgerðinni? Er
um að ræða uppfinningu, framleiðslu hefðar? Ef svo er, hver er táknræn
merking þessa menningararfs — snýst hún jafnvel fyrst og fremst um hönn-
un kvenleikans?
Hérlendis má nefna hönnun Sigurðar Guðmundssonar málara á hátíðar-
búningi kvenna, sem og lopapeysuna, sem framleiðslu hins þjóðlega, en
textílar og fatnaður tengjast gjarnan þjóðarímynd, texti og textíll eru rót-
skyld og vísa til þess að bera merkingu. Textílar eru sá miðill sem vinnandi
fólk, einkum þó konur, hefur tjáð sig í. Menningarsögulegt gildi þeirra er
bæði vegna notagildis og merkingar í menningarlegu samhengi sem list,
hönnun og handverk, segir Edward Lucie-Smith í riti sínu The Story of Craft:
The Craftsman’s Role in Society frá 1981. Reyndar er umfjöllun Lucie-Smith
um handverk við upphaf iðnbyltingar athyglisverð, sérstaklega samanborið
við skýringar Ingu Láru Lárusdóttur í erindi árið 1912 um „sweating“-fyrir -
komulagið, eða stritið, sem millilið pólanna heimilisiðnaður og verksmiðju-
vinna. Þar er verið að tala um handverk alþýðukvenna, sérstaklega hand-
spunann fyrir vaxandi vefjariðnað. Lucie-Smith ræðir stéttskiptingu í
handverksþátttöku kvenna; handverk sem fagurfræðilegt viðfangsefni,
hvort heldur til siðbótar eða heimilisprýði, er sjónarhorn yfirstéttar, en
andmæli 155
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 155