Saga - 2012, Blaðsíða 31
Hugtakið „hraustur drengur“ bendir til þess að í frásögnum af
stríðum við heiðingja megi greina önnur gildi en kristileg. Oft
virðast þau stríð fylgja leikreglum riddaramennsku og komið er
fram við heiðingja sem menn fremur en búfénað. Í fyrsta þætti
Karlamagnús sögu segir frá því þegar söguhetjan lætur heiðinn kon-
ung vinna „Grikkjakóngi eiða eftir því sem Karlamagnús kóngur
skildi fyrir. Hann skyldi fá honum á hverjum tólf mánuðum fimmt-
án hundruð marka gulls og tíu múla og sjö úlfalda“.78 Hér er getið
um mikið mannfall í röðum hinna heiðnu, en ekki virðist koma til
álita að drepa höfðingja þeirra, né er getið um dráp á þeim sem ekki
vildu taka trú.
Dæmi um riddaralegt hugarfar má sjá í samtímasögum, ekkert
síður en unglegum riddarasögum. Þegar Rögnvaldur kali og félagar
hans í pílagrímsferð til Jórsala berjast við Serki á drómundi einum
sjá þeir „at á drómundinum var einn maðr, sá at bæði var meiri ok
fríðari en aðrir; þat hǫfðu Norðmenn fyrir satt, at sá myndi vera
hǫfðingi þeira.“ Þessi maður er tekinn höndum „ok fáir menn með
honum. En þeir drápu hvert mannsbarn annat ok fengu mikit fé ok
margar gersimar“. Honum er leyft að fara við fimmta mann, en
reynist vera „ǫðlingr af Serklandi“.79 Er greinilegt að þeir félagar
bera meiri virðingu fyrir honum en öðrum óvinum sem eru brytj -
aðir niður.
Karvel Rabítakonungur er dæmi um göfugan heiðingja sem
berst eftir kurteisisreglum riddaramennskunnar. Bæði Karlamagnús
konungur og páfinn reyna að telja Karvel á að taka kristni en hann er
staðfastur í heiðinni trú sinni. Karvel svarar konunginum svo:
„[F]yrr skal ég láta leysa hvern lim frá öðrum á mér heldur en ég
hafna guði mínum Maumet eða fella ég lög hans niður.“80 Rök páf-
ans eru enn sterkari, en eigi að síður neitar Karvel að láta af trú
sinni, með þessum orðum:
[Þ]ú hefir mælt fagurt erindi og snjallt og sé ég að mikil náttúra fylgir
yður kristnum mönnum og veit ég að átrúnaður yðar er bæði betri og
fegri og hreinlegri og betra krafti en vor átrúnaður, og mun ég því
ávallt vera vinr kristinna manna þar sem ég er staddur. En með því að
ég hefi það nafn í sið vorn borið að ég hefir drengur verið kallaður þá
þurfi þér eigi til soddan að telja fyrir mér og ég veit áður að þeir eru
íslam og andstæður … 29
78 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 95.
79 Orkneyinga saga, bls. 226–228.
80 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 185–186.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 29