Saga - 2012, Blaðsíða 92
hafa málningarvörurnar verið til almennrar sölu. Fróðlegt er að sjá
hvaða litarefni voru flutt inn í málninguna og sjá síðan fyrir sér
mögulega liti á kaupmannshúsunum á verslunarstöðunum eða jafn-
vel á timburgöflum til sveita.
Tafla 2. Litarefni flutt inn vegna málningar árið 1784
Litarefni Hafnir
berlinerblaae* Grindavík, Keflavík, Bíldudalur, Dýrafjörður
og Húsavík
smalsblaae Vestmannaeyjar og Keflavík
bleghvidt Grindavík, Keflavík, Bíldudalur, Dýrafjörður,
Ísafjörður og Húsavík
brennrödt Grindavík og Hafnarfjörður
sinober (rautt) Ísafjörður og Berufjörður
kaaberroy Dýrafjörður
grön farve Patreksfjörður
spanskgrönt Ísafjörður
Heimild: DRA. Real.komm. 455 Inventarbog for det Islandsk-Finmarkske udredn-
ingskontor 1783–1784, nr. 391, bls. 3 (Vestmannaeyjar), 7 (Grindavík), 12–13
(Keflavík), 16 (Hafnarfjörður), 42 (Patreksfjörður), 47 (Bíldudalur), 50 (Dýra -
fjörður), 52 (Ísafjörður), 69 (Húsavík), 79 (Berufjörður).
* Litarefnin eru hér skráð á dönsku, þ.e. í þeirri orðmynd sem þau komu fyrir í
verslunarbókinni. Það er gert svo ekki fari milli mála um hvaða efni er að ræða
og til að auðvelda samanburð við aðrar heimildir.
Í riti sínu um sögu málaraiðnar á Íslandi segir Kristján Guðlaugsson
málarameistari að ferðamenn fyrri alda geti stundum um liti á
bæjar þiljum húsa, t.d. um litina hvítt, rautt og grænt. Jarðefni frá
hverasvæðum hafi verið notuð í málningu innanlands en einnig inn-
flutt efni. Nokkur þessara innfluttu efna frá 1784 eru nefnd í bók
Kristjáns, m.a. Berlínarbláminn, sem fundinn var upp 1704 og varð
mjög algengur, og kínverski rauði liturinn. Einnig er nefnd blý -
hvíta, sem var einn elsti hvíti liturinn.63 Gera má ráð fyrir að það sé
hrefna róbertsdóttir90
63 Kristján Guðlaugsson, Líf með litum. Saga málaraiðnar á Íslandi. Ritstj. Ásgeir
Ásgeirsson. Safn til Iðnsögu Íslendinga 15 (Reykjavík: Hið íslenska bók-
menntafélag 2002), bls. 227–273.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 90