Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 55

Saga - 2012, Blaðsíða 55
„ánægja með það sem er … 53 anarkista. Hann var einfari í pólitík, átti litla samleið með öðrum og var jafnan upp á kant við alla í kringum sig, líka aðra róttæklinga. Ekki er heldur að sjá að hann hafi verið í neinu sambandi við aðra anarkista í Kanada. Tengsl hans við hreyfingu anarkista í Banda - ríkjunum voru sömuleiðis takmörkuð við áskrift að nokkrum blöð - um og tilraunir til að dreifa þeim meðal Íslendinga í Winnipeg.70 Hann virðist því fremur hafa kosið að vera rödd hrópandans í því sem hann taldi andlega eyðimörk Íslendinga og tala þar máli anark- ismans, einhverrar hötuðustu og útskúfuðustu hugmyndafræði þess tíma, og falla fyrir vikið í ónáð samlanda sinna og hljóta útskúfun úr vesturíslenskri sagnritun.71 Hugmyndaheimur vesturíslenskra róttæklinga Við lestur þessara blaða kemur fljótt í ljós að íslenskir róttæklingar voru tiltölulega fámennur en sundurleitur hópur fólks sem þekkti hvert til annars og átti í frjórri samræðu um þau málefni sem það bar fyrir brjósti. Sömu nöfnin koma fyrir aftur og aftur í umræðum um málefni kvenna, sósíalisma, bindindi, stjórnmál og stríð á síðum allra þessara blaða. Blöðin voru huglægt athvarf einstaklinga sem upplifðu sig á skjön við ríkjandi skoðanir og þau voru leið fyrir einstaklinga, sem deildu róttækum skoðunum, íslenskum menn- ingarbakgrunni og lífsreynslu innflytjandans í Vesturheimi, til að eiga í skoðanaskiptum og halda uppi einhvers konar félagslegu neti.72 Öll áttu þau sameiginlegt það grundvallarviðhorf að „ánægja með það sem er — ið gamla, er andlegur dauði,“ að óánægja með ríkjandi ástand væri móðir allra breytinga, og voru því samherjar í baráttu fyrir róttækum breytingum.73 Þau deildu ýmsum baráttu- 70 Sjá t.d. auglýsingu hans í Maple Leaf Almanak árið 1901 að „þeir sem vilja kynn- ast Anarchista, Socialista, Spiritualista og Materialista ritum“ geti skrifað hon- um eftir frekari upplýsingum. Hann var einnig um tíma dreifingaraðili fyrir Mother Earth, tímarit anarkistans Emmu Goldman. Sjá Maple Leaf Almanak 1901, bls. 62; Mother Earth 2:3 (1907). 71 Um hlutskipti Sigfúsar í sagnritun um Vestur-Íslendinga og tilraunir hans til að rétta hlut sinn, sjá Vilhelm Vilhelmsson, „Það gefur enginn mér kredit.“ 72 Tengslanet innflytjenda hafa löngum verið talin ein mikilvægasta afkomu- trygging þeirra og leið til þess að skapa sér sín eigin rými tilvistar, á eigin for- sendum. Sbr. Tom Goyens, Beer and Revolution. 73 „Heimili Hildu — Eftirmáli“, Freyja 8:12 (1906), bls. 287. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.