Saga - 2012, Page 55
„ánægja með það sem er … 53
anarkista. Hann var einfari í pólitík, átti litla samleið með öðrum og
var jafnan upp á kant við alla í kringum sig, líka aðra róttæklinga.
Ekki er heldur að sjá að hann hafi verið í neinu sambandi við aðra
anarkista í Kanada. Tengsl hans við hreyfingu anarkista í Banda -
ríkjunum voru sömuleiðis takmörkuð við áskrift að nokkrum blöð -
um og tilraunir til að dreifa þeim meðal Íslendinga í Winnipeg.70
Hann virðist því fremur hafa kosið að vera rödd hrópandans í því
sem hann taldi andlega eyðimörk Íslendinga og tala þar máli anark-
ismans, einhverrar hötuðustu og útskúfuðustu hugmyndafræði þess
tíma, og falla fyrir vikið í ónáð samlanda sinna og hljóta útskúfun
úr vesturíslenskri sagnritun.71
Hugmyndaheimur vesturíslenskra róttæklinga
Við lestur þessara blaða kemur fljótt í ljós að íslenskir róttæklingar
voru tiltölulega fámennur en sundurleitur hópur fólks sem þekkti
hvert til annars og átti í frjórri samræðu um þau málefni sem það
bar fyrir brjósti. Sömu nöfnin koma fyrir aftur og aftur í umræðum
um málefni kvenna, sósíalisma, bindindi, stjórnmál og stríð á
síðum allra þessara blaða. Blöðin voru huglægt athvarf einstaklinga
sem upplifðu sig á skjön við ríkjandi skoðanir og þau voru leið fyrir
einstaklinga, sem deildu róttækum skoðunum, íslenskum menn-
ingarbakgrunni og lífsreynslu innflytjandans í Vesturheimi, til að
eiga í skoðanaskiptum og halda uppi einhvers konar félagslegu
neti.72
Öll áttu þau sameiginlegt það grundvallarviðhorf að „ánægja
með það sem er — ið gamla, er andlegur dauði,“ að óánægja með
ríkjandi ástand væri móðir allra breytinga, og voru því samherjar í
baráttu fyrir róttækum breytingum.73 Þau deildu ýmsum baráttu-
70 Sjá t.d. auglýsingu hans í Maple Leaf Almanak árið 1901 að „þeir sem vilja kynn-
ast Anarchista, Socialista, Spiritualista og Materialista ritum“ geti skrifað hon-
um eftir frekari upplýsingum. Hann var einnig um tíma dreifingaraðili fyrir
Mother Earth, tímarit anarkistans Emmu Goldman. Sjá Maple Leaf Almanak 1901,
bls. 62; Mother Earth 2:3 (1907).
71 Um hlutskipti Sigfúsar í sagnritun um Vestur-Íslendinga og tilraunir hans til
að rétta hlut sinn, sjá Vilhelm Vilhelmsson, „Það gefur enginn mér kredit.“
72 Tengslanet innflytjenda hafa löngum verið talin ein mikilvægasta afkomu-
trygging þeirra og leið til þess að skapa sér sín eigin rými tilvistar, á eigin for-
sendum. Sbr. Tom Goyens, Beer and Revolution.
73 „Heimili Hildu — Eftirmáli“, Freyja 8:12 (1906), bls. 287.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 53