Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 144

Saga - 2012, Blaðsíða 144
Að vísu hafa tilteknir þættir hrunsins verið vinsælt rannsóknar- efni við erlenda háskóla og stofnanir. Þar að auki má segja að í flug- vélum á leið til Íslands fyrstu árin eftir það hafi „fallhlífarfræði menn“ setið við hlið erlendu blaðamannanna. Einkum heilluðust hagfræð - ingar af Íslandi sem tilviks- eða raundæmisrannsókn (case study á ensku). Margir þeirra höfðu kynnt sér íslensk málefni fyrir banka- hrunið og unnu oftar en ekki með íslenskum kollegum sem lögðu sitt til málanna (rétt eins og Hjálmar W. Hannesson vann með erlendum fræðimanni á tímum þorskastríðanna).42 Inn á milli voru hins vegar fræðingar sem kunnu vissulega kenningar sína en þekktu hvorki haus né sporð á íslenskum aðstæðum. Álitsgjafinn og sjónvarps - maðurinn Egill Helgason sagði til dæmis um einn gestinn — heims - kunnan fræðimann sem lét ljós sitt skína á alþjóðaráðstefnu um efna- hag Íslands — að „[h]ann vissi ekkert, akkúrat ekkert, um hvað er í gangi hér og taldi nóg fyrir sig að fá eina eða tvær tölur úr almæltum hagtíðindum til þess að fleyta sér í gegnum ráðstefnuna“.43 Þótt fáfræðin hafi stundum verið bagaleg er ekki rétt að tjá sig um hana af of sterkri vandlætingu. Þá gæti fólk fallið í þann pytt að segja almenn lögmál hagfræði og viðskipta ekki eiga við á Íslandi — eða þá að ráðleggingar útlendinga missi alveg marks vegna þess að þeir fari rangt með stöku staðreyndir. Mönnum svipar ekki endilega til Dithmars Blefkens fyrir vikið. Oflæti og dramb af því tagi gerði illt verra í aðdraganda hrunsins.44 Hver er þá niðurstaðan? Fyrst þarf að benda á hið augljósa, að meginskilin liggja ekki milli útlendinga og Íslendinga heldur snýst málið um það hvort fólk kann íslensku og þekkir viðfangsefnið og staðhætti til hlítar. Benda mætti á marga erlenda fræðimenn sem hafa stundað rannsóknir á íslenskum málefnum og gert það að guðni th. jóhannesson142 42 Sjá t.d. Preludes to the Icelandic Financial Crisis. Ritstj. Robert Z. Aliber og Gylfi Zoëga (Basingstoke: Palgrave Macmillan 2011). 43 Athugasemd Egils Helgasonar við fréttina „Íslensk fasistastjórn hrekur hundruð þúsunda úr landi“, [http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2011/10/26 /islensk-fasistastjorn-hrekur-hundrud-thusunda-ur-landi/], 26. október 2011. 44 Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir, „Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008“, Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir VIII. Ritstj. Rannsóknarnefnd Alþingis: Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis 2010), bls. 7–243, hér bls. 193–194, 200–203, 207–208 og 214–215. Sjá einnig Guðna Th. Jóhannesson, Hrunið, bls. 93–99. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.