Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 148

Saga - 2012, Blaðsíða 148
1900 en á þriðja áratug 20. aldar hafi komið upp sterkt andsvar frá þjóðleg- um öflum. Þegar doktorsritgerð Áslaugar Sverrisdóttur er skoðuð í víðu menning- arsögulegu samhengi fer ekki á milli mála að viðfangsefnið kallast á við okkar tíma, þá vakningu og endurnýjun sem orðið hefur á íslensku hand- verki og hönnun á undanförnum árum. Í kjölfar efnahagskreppunnar hefur þessi bylgja risið enn hærra og víða má sjá nostalgíuna, rómantíska þrá eftir hinu gamla og góða í leit að handfestu þegar samfélagið er í upplausn. Ritgerð Áslaugar Sverrisdóttur er könnun á viðhorfum til handverks á tím- um örra breytinga, hlutverki þess í menningararfinum svokallaða og hug- myndum um hvaða sess það ætti að skipa í menningarlegri sjálfsmynd þjóðarinnar í hinu upprennandi borgarsamfélagi nútímans. Ýmis þrástef í umræðu okkar tíma um handverk og hönnun og mikilvægi skapandi greina í atvinnu- og menningarlífi hafa beina skírskotun til viðfangsefna í doktors- ritgerð Áslaugar. Víða í rannsókn hennar er vikið að gagnvirkum tengslum samfélagsþróunar og menningarhugmynda og færir hún okkur þannig betri skilning á þróun hugmynda um handverk, skilning sem er einkar mikil- vægur nú þegar endurmat fer fram á hlutverki handverksins. Eins og titill doktorsritgerðarinnar gefur til kynna beinist rannsóknin ekki fyrst og fremst að handverkinu sem slíku heldur viðhorfum til hand- verks sveitasamfélagsins og hvaða hlutverki menn ætluðu því í hinu nýja borgarsamfélagi þegar landbúnaðarsamfélagið tók að hopa fyrir nútíma- legum atvinnu- og lifnaðarháttum. Áslaug kannar þær þrjár hreyfingar sem mest áhrif höfðu á þessu sviði, þ.e. heimilisiðnaðarhreyfinguna, listiðnaðar- hreyfinguna og „hreyfinguna um iðnsýningar“, eins og hún kallar það, og beinir sjónum sérstaklega að boðskap þeirra, boðberum og viðtökum á Íslandi. Í inngangskafla skýrir Áslaug á ljósan og nákvæman hátt helstu hugtök sem hún notar í rannsókninni, þar á meðal lykilhugtakið handverk sem hún notar yfir „vinnu ófaglærðra sem búa til hluti að miklu eða öllu leyti í hönd- um“. Handiðnaður er aftur hafður um vinnu faglærðra sem búa til hluti í höndum „án þess að styðjast við nútímatækni eða vélar“ (bls. 30). Áslaugu er ljóst að það er vandkvæðum háð að tala um alls konar iðnsýningar sem sérstaka hugmyndahreyfingu, en hún tekur skynsamlega á þessu skilgrein- ingarvandamáli og skoðar það sem kalla mætti hugmyndafræðina að baki sýningunum og viðtökur þeirra (bls. 28–31). Tímaafmörkun rannsóknarinnar tekur mest mið af iðnsýningunum, en fyrsta fjölþjóðlega sýningin þar sem íslenskur varningur var sýndur mun hafa verið Exposition Universelle de Paris árið 1855, og er þess getið í einu blaðanna um sýninguna að dúnn frá Vestfjörðum hafi unnið til verðlauna. Endapunktinn á rannsókninni setur Áslaug við landssýningu á íslenskum heimilisiðnaði sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands stóð fyrir á Alþingis - hátíðinni 1930, en þá var sett upp viðamesta sýning á íslensku handverki guðmundur jónsson146 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.