Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 149

Saga - 2012, Blaðsíða 149
sem Íslendingar höfðu ráðist í. Frá sjónarhóli sýningarhalds er þetta ágæt- ur endapunktur en ekki eins heppilegur að mínu mati út frá sögu heimilis - iðnaðarins sem slíks. Hann var í uppsveiflu um þessar mundir og efldist enn frekar á fjórða áratugnum þegar mikið átak hófst til að styrkja íslenskan iðnað vegna kreppunnar — þar á meðal hvers konar handverk. Stóru skilin verða í heimsstyrjöldinni síðari þegar dofnar mjög yfir heimilisiðnaðinum. Áslaug fylgir rannsókninni úr hlaði með ítarlegri rakningu í 2. kafla rits- ins á sambærilegum hreyfingum í Bretlandi og Skandinavíu, iðnsýningum og þó aðallega heimilisiðnaðarhreyfingunum í nágrannalöndunum, slöjd- hreyfingunni svokölluðu á Norðurlöndum og heimilisiðnaðar- og listiðn - aðar hreyfingunni (e. The Arts and Crafts Movement) í Bretlandi. Hér er sam- andreginn meiri fróðleikur um þessar hreyfingar en annars staðar er að finna á íslensku. Það kann að orka tvímælis að verja næstum 30 blaðsíðum í samantekt á rannsóknum annarra á þessum hreyfingum, en það er að mínu mati réttlætanlegt þar sem kaflinn þjónar þeim tilgangi að setja íslenska hlutann í norrænt og evrópskt samhengi og mynda þannig samanburðar- grundvöll. En það hefði þá verið ástæða til að gera markvissari samanburð á Íslandi og öðrum ríkjum Norðurlanda en gert er í ritgerðinni, t.d. í sér- stökum kafla eða myndarlegri umræðu í niðurstöðukaflanum, þar sem afstaða væri tekin til þess hvort hreyfingin á Íslandi hafi haft einhverja afgerandi sérstöðu miðað við hin löndin. Að þessu er vikið í lokakaflanum en mjög stuttlega. Ég mun koma að þeim ummælum síðar. Annar meginþáttur ritgerðarinnar fjallar um iðnsýningar sem Íslend- ingar tóku þátt í heima og erlendis á tímabilinu 1872–1930 og viðbrögð manna við þeim. Hér er um að ræða alls 17 sýningar og er umfjöllun skipt í tvo meginkafla, nær sá fyrri yfir tímabilið 1850–1905 en síðari tímabilið 1906–1930. Þetta er fróðlegur og vel heppnaður kafli sem nær að draga skýrt fram hugmyndir Íslendinga um hinn verklega menningararf og stöðu hans í samtíðinni, en í þeim endurspeglast jafnframt sjálfsmynd Íslendinga og viðkvæmt samband þeirra við Danmörku og dönsk stjórnvöld. Fyrstu sýningarnar voru aðallega búfjár- og afurðasýningar sem áttu að hafa hagnýtan tilgang. Áslaug sýnir ágætlega hversu tvístígandi Íslendingar voru í afstöðu til þátttöku í erlendum sýningum og yfirleitt óánægðir með árangurinn. Kom þar margt til: Sýningarhaldið var aðallega í höndum danskra stjórnvalda eða félaga og íslenskir menn aðeins í ráðgjafahlutverki; mörgum þótti óþægilegt að vera minntir á hjáleigustöðu Íslands; en umfram allt fannst gagnrýnendum aðfinnsluvert að kynna íslenska menningu eins og hún væri ósnortin af framförum nútímans. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er heimilisiðnaðarhreyfingin á Íslandi á tímabilinu 1890–1930 tekin til skoðunar og þá sérstaklega starf Heimilis - iðnaðarfélags Íslands og Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands. Listiðnaðar - hreyfingin varð ekki að sérstakri hreyfingu hér á landi, þótt áhugi á listiðnaði færi vaxandi hjá nokkrum einstaklingum og heimilisiðnaðar- andmæli 147 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.