Saga - 2012, Blaðsíða 99
1778.86 Bókin fjallar um oflæti í víðri merkingu, neyslu munaðar-
varnings og þann vanda sem talinn var felast í því þegar hátterni
fólks var ekki í samræmi við stétt þess. „Ab ikke dem efter, som ere
i Kongers Huse, og ophøi dig ikke over din Stand“ voru upphafsorð
bókarinnar.87 Þetta er áhugavert með hliðsjón af því að hvergi á
landinu var keypt eins mikið af sérpöntuðum vörum og munaðar-
vörum og á Patreksfirði og verst að ekki er hægt að rekja hver
pantaði þetta rit. Viðhorf af þessu tagi voru sterk í hagrænni hugsun
aldarinnar og hverskonar ójafnvægi milli stétta og ríkja talið vís-
bending um að styrkja þyrfti undirstöðurnar og efla jafnvægi og aga
áður en illa færi.88
Ludvig Holberg átti hins vegar aðdáendur á Berufirði og keyptu
kaupmaðurinn og presturinn samtals sjö bækur eftir hann. Eiríkur
Rafnkelsson prestur keypti auk þess Húspostillu Möllers og kaup -
maðurinn Norsku lög. Beykirinn í Flatey pantaði sér Gramatica over
det danske og latinske sprog. Gert hafði verið við gamlar íslenskar
biblíur í Danmörku og þær komu viðgerðar til baka, bæði til Hólms -
hafnar og Patreksfjarðarhafnar.89 Bókainnkaupin benda til þess að
ákveðinn hópur manna hafi fylgst með því sem kom út í höfuð -
staðnum við Eyrarsund, en margt af því sem pantað var voru ný -
lega útgefnar bækur.
Presturinn Eiríkur Rafnkelsson kom einnig nokkuð við sögu í
pöntun lækningaefna, jurta og olía. Eiríkur var prestur á Hofi í
Álfta firði og var orðlagður fyrir mikla þekkingu á læknisfræði og
handlækningum.90 Hann flutti inn hátt í 50 lækningaefni. Þar mátti
munaðarvara og matarmenning 97
86 Bækurnar sem pantaðar voru til Patreksfjarðar voru auk Gallatins: Arier og
sange [fyrst útg. 1773–1777], Bredahls Breve, Giesners samtlige skrifter, skáldsag-
an Landsbyes præsten frá Wakefield [til frá 1768 og í yngri útgáfum] og
Tordenskiolds Historie í þremur bindum.
87 Herr Ezechiel Gallatin’s franske Prædiken om Overdaadighed fordansket paa min Viis
[af F. Lütken], (Kiöbenhavn: Nicolaus Møller Kongelig Hof-Bogtrykker 1778),
bls. 3–7, 14–15, 27–28. Tilvísun bls. 3. Máltækið er einnig umorðað á almenn-
ari veg í upphafi bókarinnar: „Ær dig ikke selv for Kongens Ansigt, og staae
ikke i de Mægtiges Sted.“ (bls. 3).
88 Um hagræna umræðu á Íslandi og í Danmörku á síðari helmingi 18. aldar sjá
Hrefna Róbertsdóttir, Wool and Society, bls. 113–121 og 225–227.
89 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 21 (Hólmur), 40
(Flatey), 43–46 (Patreksfjörður), 62 (Hofsós), 74–77, 79 (Berufjörður).
90 Sveinn Níelsson, Prestatal og prófasta á Íslandi, bls. 32; Íslenzkar æviskrár frá land-
námstímum til ársloka 1940. I. Tínt hefir saman Páll Eggert Ólason (Reykja vík
1949), bls. 419 (Eiríkur Rafnkelsson 1739–1785).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 97