Saga - 2012, Blaðsíða 147
Andmæli við doktorsvörn
Áslaugar Sverrisdóttur
Föstudaginn 9. desember 2011 varði Áslaug Sverrisdóttir doktorsritgerð
sína í sagnfræði í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Ritgerð Áslaug-
ar ber heitið Mótun hugmynda um íslenskt handverk 1850−1930. Áhrif fjöl þjóð-
legra hugmyndahreyfinga. Andmælendur í doktorsvörninni voru dr. Guð -
mundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og dr. Guðrún
Helgadóttir, prófessor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Aðalleið -
beinandi Áslaugar var dr. Gunnar Karlsson, sagnfræðingur og prófessor
emeritus við Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd um ritgerðina sátu að auki
dr. Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur, dr. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur
og dr. Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur. Hér á eftir fara andmælaræður
Guðmundar og Guðrúnar.
guðmundur jónsson
Doktorsritgerð Áslaugar Sverrisdóttur, Mótun hugmynda um íslenskt hand-
verk 1850–1930. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndahreyfinga, er brautryðjendaverk
um viðhorf Íslendinga til handverks sveitasamfélagsins á umbrotatímum
sem kenndir eru við innreið iðnaðarþjóðfélagsins. Brautryðjendaverk, segi
ég, vegna þess að ekki hafa verið fyrir hendi neinar rannsóknir á sögu heim-
ilisiðnaðarhreyfingarinnar, listiðnaðarhreyfingarinnar eða sögu iðnsýninga
á Íslandi fyrr en með riti Áslaugar. Það vill svo skemmtilega til að það
sagnfræðiverk sem helst skarast við rit Áslaugar er önnur og glæný dokt-
orsritgerð Arndísar Árnadóttur, Nútímaheimilið í mótun. Fagurbætur, funk-
sjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970, sem fjallar um tilurð
nútímaheimilisins og þá hugmyndastrauma sem réðu mestu um mótun
þess. Spennan milli hefðar og nútímavæðingar er miðlæg í báðum verkum,
hvernig nútímalegir lifnaðarhættir ruddu sér til rúms og verkmenning
Íslendinga breyttist fyrir tilstilli erlendra efnahags- og menningaráhrifa, sér
í lagi frá Norðurlöndum. Ritin tvö eru samhljóma um að efnismenning
Íslendinga hafi fengið á sig borgaralegt, alþjóðlegt yfirbragð um aldamótin
Saga L:2 (2012), bls. 145–157.
DOKTORSVÖRN
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 145