Saga - 2012, Blaðsíða 24
egipsku er Palestína talin til Serklands.42 Í Orkneyinga sögu og
Heimskringlu segir að siglt sé suður fyrir Serkland og virðist átt við
Spán.43 Skýringin á þessu ósamræmi gæti verið að Serkland hafi
ekki verið skilgreint sem landfræðilegt svæði heldur pólitískt og
menningar legt. Ef almenn skoðun var ríkjandi um legu Serklands
virðist það hafa verið hvarvetna þar sem múslímar réðu ríkjum.
Þjóðir Austurlanda nær voru iðulega kallaðar Serkir, hvort sem
um var að ræða Persa til forna eða múslíma í samtímanum. Þó voru
heiðingjar á heimaslóðum norrænna manna ekki nefndir Serkir, eins
og sjá má í bókmenntum annarra þjóða.44 Í postulasögum virðast
Persar vera nokkurn veginn sami hópur og Serkir eða Sarraceni.45
Brandur ábóti þýðir „Persae“ sem „Serkir“.46 Þeir berjast með Tyrkj -
um og „Affrikum“ (eða Afríku mönnum) gegn Karlamagnúsi og er
Maumet sagður „herra konungur Persie“.47 Þetta kemur enda heim
og saman við frásagnir um eldsdýrkun Serkja þar sem fyrirbæri úr
persneskum trúarbrögðum var heimfært upp á múslíma. Í Ré mundar
sögu keisarasonar kveður hins vegar við annan tón. Þar heitir kon-
ungur „Persidía lands“ Indíakus og heldur hann burtreiðar ásamt
nágranna sínum í Indíalandi. Að sjálfsögðu vinnur Saxinn Rémundur
þar mörg afrek, en hvergi er þess getið að þessir heiðurs konungar séu
heiðnir; þvert á móti eru þarna kirkjur og erkibiskupar.48 Nú skortir
eigi bardaga við heiðingja í Rémundar sögu og ekki ólíklegt að höf-
undur hennar hafi þekkt Karlamagnús sögu. Samt eru hugmyndir
hans um Persa sérstæðar. Af þessu má ráða að hugmyndir um þjóðir
Austurlanda nær sem finna mátti í lærðum ritum hafa varla verið rót-
grónar, fyrst allt önnur mynd var dregin upp í einstaka riddarasögu.
sverrir jakobsson22
42 Heilagra manna søgur, I, bls. 482 og 495; Cod. mbr. AM. 194, 8vo, bls. 21.
43 Orkneyinga saga. Útg. Finnbogi Guðmundsson. Íslenzk fornrit 34 (Reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag 1965), bls. 222 og 228; Heimskringla, III, bls. 244.
44 Sbr. Thorlac Turville-Petre, England the Nation. Language, Literature, and National
Identity, 1290–1340 (Oxford: Clarendon Press 1996), bls. 125–126.
45 Mariu saga. Legender om jomfru Maria og hendes jertegn efter gamla haandskrifter.
Útg. C. R. Unger (Christiania: Brøgger & Christie 1871), bls. 1116–1126, sjá
einnig bls. 439–440; Postola sögur, bls. 498–499.
46 Alexanders saga, bls. 30; Galteri de Castellione Alexandreis. Thesaurus mundi.
Bibliotheca scriptorum latinorum mediæ et recentioris ætatis 17. Útg. Marvin L.
Colker (Padua: Antenore 1978), bls. 52.
47 Karlamagnus saga ok kappa hans, bls. 458.
48 Rémundar saga keisarasonar. Samfund til udgivelse af gammel nordisk littera tur
38. Útg. Sven Grén Broberg (Kaupmannahöfn: S.T.U.A.G.N.L. 1909–1912), bls.
346–359.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 22