Saga - 2012, Blaðsíða 88
hafa möndlurnar við höndina, og þær voru þetta árið fluttar inn til
Vestmannaeyja, Flateyjar og Patreksfjarðar. Þurrkaður sítrónubörk-
ur var fáanlegur á Patreksfirði, sítrónur í Vestmannaeyjum og
sítrónusaft í Flatey. Einnig þurfti sigtað pund af hvítum sykri, sem
reyndar var aðeins fluttur til Bíldudals og Grindavíkur það árið ef
við gerum ráð fyrir að hann hafi þá ekki verið fluttur inn sem taxta -
vara. Tveir hnefar af smárifnu hveitibrauði voru í uppskriftinni.
Væntanlega er hér átt við skonrokið sem flutt var inn sem taxtavara,
en hveiti var einnig flutt inn á tvo þriðju hafna landsins.52
Helst hefði það því verið í Vestmannaeyjum, Flatey og á Patreks -
firði sem vænta hefði mátt möndlukökunnar á kaffiborði þetta árið.
Því miður er ekki hægt að sjá hverjir sérpöntuðu vörur í Vest -
mannaeyjum og á Patreksfirði. En beykirinn Sniulf Wilhelm í Flatey
pantaði mikið af vörum, meira en helming allrar sérvörunnar í
þeirri höfn. Beykjar voru áberandi ásamt verslunarþjónum í hópi
starfsmanna verslananna sem sérpöntuðu vörur í verslunarstöðun-
um, en þeir sinntu mikilvægum störfum í tengslum við helstu
útflutningsvörur landsins. Mest keypti Snjulf af matvöru og fjöl-
breytt úrval þurrkaðra ávaxta. Þar á meðal voru bæði þurrkuð kirsi-
ber, epli og perur. Hann var sá eini á landinu sem flutti þá ávexti
inn. Til fróðleiks má nefna að af öðrum vörum keypti hann m.a.
nokkrar blikkplötur, blikk í hurðakarm, svart og rautt blek, danska
og latneska málfræði, steikingarpönnu, vax og skarbít.53
Í Einföldu matreiðsluvasakveri fyrir heldri manna húsfreyjur eru fjöl-
breyttar uppskriftir að því hvernig matreiða eigi frá grunni úr
uxum, kálfum, sauðum og fuglum, allt frá slátrun til tilbúinna rétta.
Einnig eru uppskriftir að sósum, mjólkurmat, fiskmat, grænmeti,
grjóna- og berjasúpum og að lokum nokkrar uppskriftir um „vand -
aða kökubakstra, flautagjörð og annað“. Afar áhugavert er að bera
uppskriftirnar saman við sérvörulistann yfir matvæli sem flutt voru
inn árið 1784. Það hefur í stuttu máli svo að segja verið hægt að
útbúa alla réttina sem getið er um í matreiðslukverinu; langflest hrá-
efnin voru flutt inn og meira til. Það voru t.d. fluttar inn fjölbreytt-
ari tegundir af grjónum en getið er um í bókinni. Það var helst lauk-
ur og ný epli sem ekki voru sérpöntuð þetta árið. Ekki voru heldur
flutt inn gulrótarfræ og kartöflur, en hvorttveggja hefur þegar verið
hrefna róbertsdóttir86
52 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 3 (Vestmannaeyjar),
8 (Grindavík), 40 (Flatey), 44, 46 (Patreksfjörður), 48 (Bíldudalur).
53 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 39–41 (Flatey).
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 86