Saga - 2012, Blaðsíða 161
Andmæli við doktorsvörn
Ólafs Rastrick
Föstudaginn 3. febrúar 2012 varði Ólafur Rastrick doktorsritgerð sína í
sagnfræði í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Ritgerð Ólafs ber heitið Íslensk menn-
ing og samfélagslegt vald 1910–1930. Andmælendur í doktorsvörninni voru
dr. Rósa Magnúsdóttir, lektor við Árósaháskóla, og dr. Jón Karl Helgason,
dósent við Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi Ólafs var dr. Guðmundur
Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, en í doktorsnefnd
um ritgerðina sátu að auki dr. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Íslands, og dr. Valdimar Tr. Hafstein, dósent í
þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hér á eftir fara andmælaræður Jóns Karls og
Rósu.
rósa magnúsdóttir
Árið 1923 efndi tímaritið Eimreiðin til samkeppni fyrir lesendur sína um eftir-
farandi spurningu: „Hvað skortir íslenzku þjóðina mest?“1 Ekki stóð á svör-
um, sem „bárust því nær úr öllum sveitum landsins og ennfremur frá
Kanada, Bandaríkjunum, Danmörku og Noregi, hátt á annað hundrað svör
alls.“2 Fyrstu verðlaun hlaut Guðmundur Friðjónsson á Sandi fyrir kvæði þar
sem skáldið svaraði spurningunni í fimmtán erindum ortum undir ljóðahætti
(dæmi):
Eld árvakran, Vantar verðmæti, Vantar á varðberg
á arni er vermi er veita þrifnað vökufúsan
hugskot heimamanns; nágranna elds og íss; vafurloga vita,
eld, sem áhuga því er þrotabú þann er þjóð vorri,
yfirvalda þjóðernis vors er þrautir vaxa,
geti úr dróma drepið fyrir Dellings dyrum. gerist glóðafeykir
(1. erindi) (6. erindi) (11. erindi)
Saga L:2 (2012), bls. 159–176.
1 Ritstj., „Til lesenda,“ Eimreiðin 23 (1923), bls. 384.
2 Ritstj., „Samkepnin,“ Eimreiðin 24 (1924), bls. 180.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 159