Saga

Tölublað

Saga - 2012, Blaðsíða 150

Saga - 2012, Blaðsíða 150
félögum. Tilraunum til að koma á „skólaiðnaði“ eða handmenntakennslu eru gerð góð skil og sömuleiðis gerir Áslaug ítarlega grein fyrir hinu stór- merka starfi Halldóru Bjarnadóttur sem var frumkvöðull heimilisiðnaðar- hreyfingarinnar á Íslandi og tók sér hlutverk sjálfskipaðs landsráðunautar um heimilisiðnað — með fjárstyrk frá Alþingi. Greining Áslaugar á hugtakinu heimilisiðnaður er mjög athyglisverð, sérstaklega sú niðurstaða hennar að á fyrstu áratugum 20. aldar hafi það ekki aðeins verið notað um handverk á heimilum sem fylgdi verkháttum fyrri tíðar heldur hafi það fyrst og fremst tengst „nýbreytni og framförum“; heimilisiðnaðurinn átti að „svara kröfum tímans“ og vera samkeppnisfær við innfluttan varning sem nú flæddi inn í landið (bls. 189–190). Þetta er þó ekki einhlítt, því þegar leið á þriðja áratuginn sóttu þjóðernissinnuð viðhorf á og hinu séríslenska var hampað fremur en nýjungum, eins og doktors- efnið lýsir vel. Gengu hinir þjóðlyndu jafnvel svo langt að standa fyrir stjórnarbyltingu í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands árið 1927 (bls. 219–220). Efnistök Doktorsritgerð Áslaugar Sverrisdóttur er röklega uppbyggð og niðurröðun efnis skýr og skilmerkileg. Hún styðst ekki við neina sérstaka kenningu eða kenningar, heldur er í meginatriðum nákvæm lýsing og greining á þróun ofangreindra hreyfinga út frá ákveðinni tilgátu. Efnistökin eru traust enda er Áslaug helsti sérfræðingur okkar um sögu heimilisiðnaðarhreyfingar- innar og hefur sjálf langa reynslu af kennslu í vefnaði, tóskap og jurtalitun, m.a. á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Ítarleg heimildavinna liggur að baki rannsókninni þar sem nýttar eru prentaðar heimildir, skjöl á borð við gjörðabækur og persónuleg bréfaskipti, og ber þessi vinna merki um að höf- undur er þaulkunnugur efninu. Ég sakna að vísu í heimildaskrá safnritsins Iðnsaga Íslands sem hefur að geyma margar ritgerðir um heimilisiðnað, s.s. ílátasmíðar, skurðlist, söðlasmíði, litun, ullariðnað, vefnað, prjón og saum, enda þótt þær fjalli frekar um handverkið sjálft en hugmyndalegt samhengi þeirra. En almennt talað er vönduð heimildavinna og traust efnistök aðals- merki ritgerðarinnar og munu aðrir fræðimenn án efa njóta góðs af því í framtíðinni. Að efnistökunum má helst finna fyrir þá sök að Áslaug sníður efni sínu stundum fullþröngan stakk. Hún heldur sig við aðgerðir og atburði tengda sýningum og heimilisiðnaðarhreyfingunni og nánasta umhverfi hennar, en ærin tilefni eru til að setja viðfangsefnin í stærra samhengi. Hér hefði t.d. verið tilvalið að ræða betur heimilisiðnaðarhreyfinguna sem siðferðilegt og uppeldislegt afl og einnig hefði verið fengur að því að staðsetja heimil- isiðnaðarhreyfinguna betur í hugmyndabaráttu þriðja áratugarins, þar sem tókust á menningarleg íhaldsstefna og nútímahreyfingin í menningu og list- guðmundur jónsson148 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (2012)
https://timarit.is/issue/421345

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (2012)

Aðgerðir: