Saga - 2012, Blaðsíða 172
Annar kostur ritgerðarinnar er hve sýn Ólafs á menninguna og opinber
menningarafskipti er víðfeðm. Ekki er aðeins hugað að umræðum manna
um viðurkenndar listgreinar á borð við myndlist, sígilda tónlist og fagur-
bókmenntir, heldur er einnig vikið að skrifum um listamannalaun, fatatísku,
djasstónlist, kvikmyndir, áfengisnotkun og samkvæmisdansa, svo dæmi séu
tekin, sem og þeim merkilegu tengslum sem eru milli skattlagningar á til-
tekin svið menningar og framlaga til annarra sviða hennar. Þá er lofsvert
hvernig Ólafur, í greiningu á opinberum afskiptum af menningarmálum,
horfir „til ríkisins sem fjölbreytilegs og ósamstæðs safns stofnana, sjónar -
miða og markmiða“ (bls. 140) og tekur þar að auki tillit til mikilvægs starfs
frjálsra félagasamtaka á þessum vettvangi. Umfjöllun Ólafs um List vina -
félag Íslands er gott dæmi um þetta, en að auki koma m.a. Stúd entafélagið,
Góðtemplarar, Tónlistarfélagið og Ungmennafélags hreyf ingin við sögu í rit-
gerðinni.
Í mörgum tilvikum er þó um að ræða efni sem ástæða væri að skoða enn
frekar, bæði frá þeim fræðilega sjónarhóli sem ríkjandi er í ritgerðinni og
með hliðsjón af hefðbundnari hugmynda- og jafnvel persónusögu, þar sem
sömu eða tengdir einstaklingar voru í ýmsum tilvikum virkir á ólíkum vett-
vangi. Ólafur vekur til dæmis óbeint athygli á hvernig rausnarlegt framlag
til kaupa á bókum um listir og listfræði fyrir Landsbókasafnið kunni að hafa
tengst því að landsbókavörður var eiginmaður Kristínar Vídalín myndlist-
arkonu, eins af forsprökkum Listvinafélagsins (bls. 144). Meðal annarra
stjórnar manna í Listvinafélaginu voru listamennirnir Ríkarður Jónsson,
Einar Jónsson og Þórarinn B. Þorláksson. Þrátt fyrir þetta segir Ólafur
reyndar að Listvinafélagið hafi „einungis óbeinlínis“ verið „hugsað með þá
fjárhagslegu hagsmuni í huga sem skapast gætu af auknum listáhuga
almennings. Frekar má ætla að hugsjón um einhvers konar jákvæð sam-
félagsáhrif af aukinni útbreiðslu áhuga og þekkingar á listum hafi ráðið för“
(bls. 155). Fróðlegt væri að heyra á hvaða forsendu hann byggir þá ályktun;
sjálfum þykir mér líklegt að afar mikilvægur hvati að störfum listafólksins
í félaginu hafi verið sá að skapa sér og fleiri listamönnum betri atvinnu-
tækifæri.
Hér er auðvitað um smáatriði að ræða, en dæmið vekur verðskuldaða
athygli á því hvernig íslenskt menningarlíf byggist upp á fyrri hluta liðinn-
ar aldar í flóknum samleik milli einstaklinga, félagasamtaka og hins opin-
bera. Önnur dæmi sem áhugavert væri að skoða nánar eru bæði Tónlistar -
félag Reykjavíkur, sem tekur að sér rekstur Hljómsveitar Reykjavíkur og
kemur á fót tónlistarskóla um 1930, og Fegrunarfélag Reykjavíkur sem
stofnað er árið 1948 í þeim tilgangi að fegra bæinn. Flókin og á köflum stríð
samskipti Tónlistarfélagsins og Ríkisútvarpsins annars vegar og Fegrunar -
félagsins og einstakra bæjarfulltrúa hins vegar sýna hve óljós skil geta verið
milli hins opinbera og frjálsra félagasamtaka. Það flækir málin enn frekar
þegar rýnt er í þátt einstaklinga á þessum vettvangi, manna eins og Páls
jón karl helgason170
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 170