Saga - 2012, Blaðsíða 86
landsins, perlugrjón á um helming þeirra en sagógrjón og mannagrjón
á hafnirnar þangað sem mestur munaðarvarningur var fluttur.
Sykurvörur voru keyptar á átta höfnum. Það vekur athygli að ef
sykur var pantaður á þessi staði á annað borð, voru það gjarnan
fleiri tegundir en ein. Minnst kom af hvíta sykrinum en meira af
púðursykri og brúnum púðursykri.44 Hunang var keypt í Vest -
manna eyjum og Berufirði, hið síðarnefnda ásamt efnum til lækn-
inga.45 Í Danmörku var sykur þekkt munaðarvara á miðöldum og
mjög dýr, en frá 15. öld fór verðlag hans að falla.46 Sykurs er fyrst
getið í skriflegri heimild á Íslandi á 17. öld, og þá í kvæði. Á 18. öld
var farið að nota sykur í heita drykki og berjauppskriftir, en hann
varð ekki almenningsvara á Íslandi fyrr en á 19. öld.47 Sykur er
nefndur í verslunartaxtanum árið 1776 og í Hagskinnu má sjá að
hann var fluttur inn samfellt frá og með árinu 1777.48
Piparkökur, kransakökur (d. rævekage) og taffelkökur voru al -
geng asta sætabrauðið sem flutt var til landsins.49 Þær voru kram -
búðarvara, þ.e. verslunin pantaði þær til að eiga og selja. En þær
voru einnig verðlagðar í almenna verslunartaxtanum. Í Dan mörku
voru piparkökur vinsælar og oft notaðar í annan mat, eins og sósur
og fleira.50 Piparkökurnar voru langalgengustu innfluttu kökurnar
og fáanlegar um allt land, hinar voru aðeins sjaldgæfari. Kransa -
kökurnar voru algengari austanlands, en taffelkökurnar vestan-
lands. Tvíbökur voru hins vegar sérpöntunarvara og margir kaup-
menn pöntuðu þær til eigin neyslu, ásamt stöku Íslendingum. Erfitt
hrefna róbertsdóttir84
44 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 2 (Vestmannaeyjar),
8 (Grindavík), 13–14 (Keflavík), 17 (Hafnarfjörður), 21–22 (Hólmur), 48
(Bíldudalur), 64 (Eyjafjörður), 72 (Reyðarfjörður).
45 DRA. Real.komm. 455. Inventarbog 1783–1784, nr. 391, bls. 3 (Vestmannaeyjar),
79 (Berufjörður).
46 Bi Skaarup, Renæssancemad. Opskrifter og køkkenhistorie fra Christian 4.’s tid
(København: Gyldendal 2006), bls. 116.
47 Kvæðið var eftir Bjarna Gissurarson prest. Sjá Sólveig Ólafsdóttir, „Dísætur
skortur. Smávegis um sykur í sögunni“, Fyrirlestur hjá Sagnfræðingafélagi
Íslands, 11.09.2012. Sjá http://soundcloud.com/vilhelm-vilhelmsson/s-lveig-
lafsd-ttir-d-saetur.
48 Lovsamling for Island. IV, bls. 322. (Forordning om den islandske Taxt og
Handel. Fredensborg 30/5 1776); Hagskinna, bls. 439–443 (Tafla 10.5. Verðmæti
og magn innfluttra vörutegunda 1625–1819).
49 Sjá um rævekage í www.ordnet.dk. Ordbog over det danske sprog. Historisk ordbog
1700–1950.
50 Bi Skaarup, Renæssancemad, bls. 117.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 84