Saga


Saga - 2012, Blaðsíða 164

Saga - 2012, Blaðsíða 164
Mér er fjarri að halda því fram að doktorsritgerðin sé „fyndin“ — frekar að Ólafi takist að orða hlutina á skemmtilegan hátt og sýni gott vald sitt á íslenskri tungu — en umsögn Sveins ber þó með sér að betrun íslensku þjóðarinnar, andleg og veraldleg, var ekkert gamanmál í hugum þeirra sem tóku þátt í samkeppninni, þátttakendur svöruðu af „alvöru og einlægni“. Í andmælum mínum mun ég beina sjónum mínum að þremur þáttum ritgerðarinnar. Í fyrsta lagi langar mig til þess að ræða um aðferðafræðilega nálgun ritgerðarinnar, þar á meðal val á efni og afmörkun þess. Í þessu sam- bandi langar mig að ræða muninn á hugmyndasögulegri nálgun og póst- strúktúralískri nálgun og velta því fyrir mér hvort og þá hvernig úrvinnslan hefði verið öðruvísi hefði „hefðbundinni hugmyndasögulegri nálgun“ (bls. 18) verið beitt. Í öðru lagi ætla ég að gerast dálítið gamaldags og ræða um stéttir, samfélagshópa og aldurshópa og tengja niðurstöðum Ólafs um áhrif umbótastjórnmálanna. Að lokum mun ég ræða almennt um hlutverk rit- gerða og hvernig æskilegt er að koma efni og niðurstöðum doktorsrit- gerðarinnar á framfæri við sem flesta, jafnt íslenska og erlenda sagn fræð - inga sem almenna áhugamenn um sögu. Mjög æskilegt er að efni ritgerðar eins og hér er til umræðu hafi mótandi áhrif á stórsögu okkar Íslendinga, en eins og okkur er flestum kunnugt hefur reynst erfitt að hnika við frásögn og hugmyndum um íslenska þjóð og arfleifð hennar í útgefnu efni síðustu ára. Óhefðbundin söguleg nálgun? Ritgerðin er eins og áður sagði söguleg greining á stofnanavæðingu ís - lenskrar menningar á um tuttugu ára tímabili, 1910–1930. Tímarammi rit- gerðarinnar eins og hann birtist í titli markast nokkurn veginn af annars vegar stofnun Háskóla Íslands (lög um stofnun Háskóla Íslands voru sam - þykkt 1909 og skólinn tók til starfa 1911) og hins vegar Alþingis hátíðinni árið 1930, skýrri birtingarmynd íslenskrar menningar eins og hún var skil- greind af stjórnvöldum og skipuleggjendum hátíðarinnar. Góð rök eru færð fyrir því að á Alþingishátíðinni nái sjálfsögun ungrar menningarþjóðar há - marki. Íslensk menning var sett á svið í bókstaflegum og táknrænum skiln- ingi á Þingvöllum og Íslendingar gerðu sér mjög vel grein fyrir að þessi atburður gæti haft áhrif á skoðun erlendra þjóða á hinu unga fullvalda ríki og menningarstigi þess. Upphafspunktur ritgerðarinnar er hins vegar ekki nógu vel rökstuddur, enda má segja að erfitt sé að afmarka upphaf þeirrar þverþjóðlegu orðræðu sem nær til Íslands upp úr aldamótum og myndar undirstöðu umbóta- stjórnmálanna. Fyrri hluti ritgerðarinnar byggist á að greina upphaf og þró- un orðræðu um íslenska menningu sem mótaðist af erlendum hugmynda- fræðilegum straumum, og þar fer ekki eins vel á því að miða við stofnun Háskóla Íslands sem upphafspunkt enda segir Ólafur heldur aldrei beinum orðum að ástæðan fyrir árinu 1910 sé stofnun Háskóla Íslands. Í inngangi rósa magnúsdóttir162 Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.