Saga - 2012, Blaðsíða 164
Mér er fjarri að halda því fram að doktorsritgerðin sé „fyndin“ — frekar að
Ólafi takist að orða hlutina á skemmtilegan hátt og sýni gott vald sitt á
íslenskri tungu — en umsögn Sveins ber þó með sér að betrun íslensku
þjóðarinnar, andleg og veraldleg, var ekkert gamanmál í hugum þeirra sem
tóku þátt í samkeppninni, þátttakendur svöruðu af „alvöru og einlægni“.
Í andmælum mínum mun ég beina sjónum mínum að þremur þáttum
ritgerðarinnar. Í fyrsta lagi langar mig til þess að ræða um aðferðafræðilega
nálgun ritgerðarinnar, þar á meðal val á efni og afmörkun þess. Í þessu sam-
bandi langar mig að ræða muninn á hugmyndasögulegri nálgun og póst-
strúktúralískri nálgun og velta því fyrir mér hvort og þá hvernig úrvinnslan
hefði verið öðruvísi hefði „hefðbundinni hugmyndasögulegri nálgun“ (bls.
18) verið beitt. Í öðru lagi ætla ég að gerast dálítið gamaldags og ræða um
stéttir, samfélagshópa og aldurshópa og tengja niðurstöðum Ólafs um áhrif
umbótastjórnmálanna. Að lokum mun ég ræða almennt um hlutverk rit-
gerða og hvernig æskilegt er að koma efni og niðurstöðum doktorsrit-
gerðarinnar á framfæri við sem flesta, jafnt íslenska og erlenda sagn fræð -
inga sem almenna áhugamenn um sögu. Mjög æskilegt er að efni ritgerðar
eins og hér er til umræðu hafi mótandi áhrif á stórsögu okkar Íslendinga, en
eins og okkur er flestum kunnugt hefur reynst erfitt að hnika við frásögn og
hugmyndum um íslenska þjóð og arfleifð hennar í útgefnu efni síðustu ára.
Óhefðbundin söguleg nálgun?
Ritgerðin er eins og áður sagði söguleg greining á stofnanavæðingu ís -
lenskrar menningar á um tuttugu ára tímabili, 1910–1930. Tímarammi rit-
gerðarinnar eins og hann birtist í titli markast nokkurn veginn af annars
vegar stofnun Háskóla Íslands (lög um stofnun Háskóla Íslands voru sam -
þykkt 1909 og skólinn tók til starfa 1911) og hins vegar Alþingis hátíðinni
árið 1930, skýrri birtingarmynd íslenskrar menningar eins og hún var skil-
greind af stjórnvöldum og skipuleggjendum hátíðarinnar. Góð rök eru færð
fyrir því að á Alþingishátíðinni nái sjálfsögun ungrar menningarþjóðar há -
marki. Íslensk menning var sett á svið í bókstaflegum og táknrænum skiln-
ingi á Þingvöllum og Íslendingar gerðu sér mjög vel grein fyrir að þessi
atburður gæti haft áhrif á skoðun erlendra þjóða á hinu unga fullvalda ríki
og menningarstigi þess.
Upphafspunktur ritgerðarinnar er hins vegar ekki nógu vel rökstuddur,
enda má segja að erfitt sé að afmarka upphaf þeirrar þverþjóðlegu orðræðu
sem nær til Íslands upp úr aldamótum og myndar undirstöðu umbóta-
stjórnmálanna. Fyrri hluti ritgerðarinnar byggist á að greina upphaf og þró-
un orðræðu um íslenska menningu sem mótaðist af erlendum hugmynda-
fræðilegum straumum, og þar fer ekki eins vel á því að miða við stofnun
Háskóla Íslands sem upphafspunkt enda segir Ólafur heldur aldrei beinum
orðum að ástæðan fyrir árinu 1910 sé stofnun Háskóla Íslands. Í inngangi
rósa magnúsdóttir162
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 162