Saga - 2012, Blaðsíða 169
ekkert bókaforlag tekur við óbreyttri doktorsritgerð til útgáfu og nýdoktor-
ar eyða oft mörgum árum í að endurhugsa og endurskrifa efni sem þeir hafa
rannsakað í mörg ár. Það er ekki óvenjulegt að það taki þrjú til fimm ár að
koma doktorsritgerð út á endurbættu formi í hinum enskumælandi heimi,
og þótt ýmislegt sé við það kerfi að athuga verður að segjast að doktorsrit-
gerðir sem hafa fengið þessa yfirlegu eru oftast mun læsilegri en þær dokt-
orsritgerðir sem gefnar eru út strax, þótt á því séu auðvitað líka undan-
tekningar.
Þar sem Ólafur er í þeirri aðstöðu að hafa tækifæri til að endurskoða
doktorsritgerðina fyrir útgáfu á almennum markaði, langaði mig til þess að
nota tækifærið og ræða um það hvernig þessi prófritgerð gæti mögulega
litið út í bókarformi. Ég vil ítreka það að sem prófritgerð stenst hún fyllilega
þær kröfur sem gerðar eru til slíkra rita og eins og áður sagði er verk Ólafs
læsilegt og vel ígrundað, um það verður ekki deilt. Það breytir því þó ekki að
niðurstöður doktorsritgerða ná illa eða ekki að breyta hugmyndum Íslend-
inga um þjóðarsöguna. Það þykir mér stór skaði því í doktorsritgerðum er
oft að finna frumlegustu og nýstárlegustu rannsóknirnar. Það sama mætti
jafnvel segja um mörg veigamikil verk sagnfræðinga sem ekki eru prófrit-
gerðir. Nú bera höfundar auðvitað sjálfir ábyrgð á að koma efninu í þann
búning að einhverjir aðrir en prófdómarar, ritstjórar eða ritdómarar leggi í
að lesa verk þeirra, en þegar svo er komið fyrir yfirlitssögu lítils samfélags
eins og okkar að höfundar kennslu bóka, já eða hönnuðir svonefndrar ímynd-
ar þjóðarinnar, hafa ekki fyrir því að kynna sér rannsóknir sem hafa verið
viðteknar í fræðasamfélag inu mörg ár, eða jafnvel einhverja áratugi, þá er
einhvers staðar pottur brotinn.
Söguritun síðustu ára um fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar, tímabilið
sem hér um ræðir, hefur einkum snúist um að endurskilgreina hugmyndir
um íslenska þjóðríkið, skoða tengsl kyngervis, þjóðernis og valds, tengsl
þjóðernis og íslenskra verkalýðsstjórnmála og heilmikið hefur einnig verið
skrifað um alþýðumenningu tímabilsins.9 Því miður held ég að flestir Ís -
lend ingar tengi þetta tímabil þó aðallega við togarakaup og vélvæðingu
íslensks landbúnaðar — kannski líka framfarahugsun Einars Benedikts -
sonar — þar sem að skráning stórsögunnar hefur ekki tekið miklum breyt-
ingum þótt margar frábærar rannsóknir, þar á meðal doktorsritgerðir, hafi
sýnt fram á fjölbreyttan og flókinn veruleika þessa tíma.
Hér reynir á hugmyndir og getu fræðimanna til að koma verkum sínum
á framfæri utan háskólasamfélagsins, og til að opna þá umræðu varðandi
þessa doktorsritgerð ætla ég að leyfa mér að koma með tvær hugmyndir um
endurskoðun ritsins Íslensk menning og samfélagslegt vald, 1910–1930. Það
andmæli 167
9 Sjá t.d. rannsóknir Guðmundar Hálfdanarsonar, Ragnheiðar Kristjánsdóttur,
Erlu Huldu Halldórsdóttur, Sigríðar Matthíasdóttur og Unnar Birnu Karls -
dóttur.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 167