Saga


Saga - 2012, Síða 169

Saga - 2012, Síða 169
ekkert bókaforlag tekur við óbreyttri doktorsritgerð til útgáfu og nýdoktor- ar eyða oft mörgum árum í að endurhugsa og endurskrifa efni sem þeir hafa rannsakað í mörg ár. Það er ekki óvenjulegt að það taki þrjú til fimm ár að koma doktorsritgerð út á endurbættu formi í hinum enskumælandi heimi, og þótt ýmislegt sé við það kerfi að athuga verður að segjast að doktorsrit- gerðir sem hafa fengið þessa yfirlegu eru oftast mun læsilegri en þær dokt- orsritgerðir sem gefnar eru út strax, þótt á því séu auðvitað líka undan- tekningar. Þar sem Ólafur er í þeirri aðstöðu að hafa tækifæri til að endurskoða doktorsritgerðina fyrir útgáfu á almennum markaði, langaði mig til þess að nota tækifærið og ræða um það hvernig þessi prófritgerð gæti mögulega litið út í bókarformi. Ég vil ítreka það að sem prófritgerð stenst hún fyllilega þær kröfur sem gerðar eru til slíkra rita og eins og áður sagði er verk Ólafs læsilegt og vel ígrundað, um það verður ekki deilt. Það breytir því þó ekki að niðurstöður doktorsritgerða ná illa eða ekki að breyta hugmyndum Íslend- inga um þjóðarsöguna. Það þykir mér stór skaði því í doktorsritgerðum er oft að finna frumlegustu og nýstárlegustu rannsóknirnar. Það sama mætti jafnvel segja um mörg veigamikil verk sagnfræðinga sem ekki eru prófrit- gerðir. Nú bera höfundar auðvitað sjálfir ábyrgð á að koma efninu í þann búning að einhverjir aðrir en prófdómarar, ritstjórar eða ritdómarar leggi í að lesa verk þeirra, en þegar svo er komið fyrir yfirlitssögu lítils samfélags eins og okkar að höfundar kennslu bóka, já eða hönnuðir svonefndrar ímynd- ar þjóðarinnar, hafa ekki fyrir því að kynna sér rannsóknir sem hafa verið viðteknar í fræðasamfélag inu mörg ár, eða jafnvel einhverja áratugi, þá er einhvers staðar pottur brotinn. Söguritun síðustu ára um fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar, tímabilið sem hér um ræðir, hefur einkum snúist um að endurskilgreina hugmyndir um íslenska þjóðríkið, skoða tengsl kyngervis, þjóðernis og valds, tengsl þjóðernis og íslenskra verkalýðsstjórnmála og heilmikið hefur einnig verið skrifað um alþýðumenningu tímabilsins.9 Því miður held ég að flestir Ís - lend ingar tengi þetta tímabil þó aðallega við togarakaup og vélvæðingu íslensks landbúnaðar — kannski líka framfarahugsun Einars Benedikts - sonar — þar sem að skráning stórsögunnar hefur ekki tekið miklum breyt- ingum þótt margar frábærar rannsóknir, þar á meðal doktorsritgerðir, hafi sýnt fram á fjölbreyttan og flókinn veruleika þessa tíma. Hér reynir á hugmyndir og getu fræðimanna til að koma verkum sínum á framfæri utan háskólasamfélagsins, og til að opna þá umræðu varðandi þessa doktorsritgerð ætla ég að leyfa mér að koma með tvær hugmyndir um endurskoðun ritsins Íslensk menning og samfélagslegt vald, 1910–1930. Það andmæli 167 9 Sjá t.d. rannsóknir Guðmundar Hálfdanarsonar, Ragnheiðar Kristjánsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur, Sigríðar Matthíasdóttur og Unnar Birnu Karls - dóttur. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 167
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.