Saga - 2012, Blaðsíða 68
Sigfúsar Benedictssonar þar sem hann lofar fósturlandið og lastar til
skiptis.114 Kvæðið „Minni Canada“ upphefur þannig frelsi og frjáls-
lyndi Kanada sem bjóði innflytjandann velkominn: „Canada, [f]rán -
skreytta frelsisins gyðja, / farmannsins óðal og griðanna land, /
fram tíðar ættarland útlendra niðja, / ólíkra, fjarskyldra þjóðernis-
band“. Í „Canada eins og sumir sjá það“ dregur hann hins vegar
upp gríðarlega neikvæða mynd af fósturlandi sínu:
Saga þín skrifast í svikarans auði / sæmd þín er gálgi hins brotlega
manns, / faðminn þú breiðir mót fávísum sauði, / fyllir þinn poka með
centunum hans, / flakk þitt er auglýsing okrandi fanta, / einveldis trú
er þitt bjarkanna mál, / auðmanninn læturðu’ ei ýstruna vanta, / al -
þýðan fórnar þér lífi og sál.115
Engu að síður er augljóst í kvæðum Sigfúsar að hann leit á sig sem
Kanadamann: „Vort fósturland það land skal vera, / sem lífi voru
borgið fær / -og vill oss sér á brjóstum bera, / -þess börn vér skulum
fremur kær / - og fyrir það allt gagn að gera.“116 Þannig var gagn -
rýni vesturíslenskra róttæklinga á kanadískt samfélag hluti af aðlög-
unarferli þeirra. Gagnrýni þeirra var einmitt sprottin af því að þeir
litu á það sem sitt samfélag, sitt heimili og fósturland, og fyrir það
vildu þau „allt gagn … gera“.
Niðurstöður
Stjórnmála- og menningarlíf Vestur-Íslendinga var mun fjölbreytt-
ara og umfangsmeira en almennt er gefið til kynna í sagnritun um
íslenska vesturfara. Róttækar hugmyndastefnur höfðu mikil áhrif á
lítinn en áberandi hóp einstaklinga sem gagnrýndu jöfnum höndum
misskiptingu og óréttlæti í sínu nýja heimalandi og pólitískar, trúar-
legar og menningarlegar áherslur samlanda sinna. Með blaðaútgáfu
sinni, félagsstarfi og gagnrýni á samfélagið olli þessi hópur deilum
meðal íslenskra innflytjenda í Vesturheimi og uppskar bræði og
vilhelm vilhelmsson66
(1903), bls. 209–210; E[inar] Ó[lafsson], „Land og lýður“, Baldur 22. febrúar, 4.
og 15. mars 1905. Það er athyglisvert að í skrifum vesturíslenskra róttæklinga
er sjaldan gerður greinarmunur á Bandaríkjunum og Kanada en þess í stað
talað um norðurameríska sögu og menningu sem eina heild.
114 Sigfús B. Benedictsson, Ljóðmæli (Winnipeg: Freyja Printing & Publishing Co.
1905), bls. 87–90.
115 Sama heimild, bls. 89–90.
116 Úr kvæðinu Föðurlands-ást. Sama heimild, bls. 56–58.
Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:47 Page 66