Saga


Saga - 2012, Page 31

Saga - 2012, Page 31
Hugtakið „hraustur drengur“ bendir til þess að í frásögnum af stríðum við heiðingja megi greina önnur gildi en kristileg. Oft virðast þau stríð fylgja leikreglum riddaramennsku og komið er fram við heiðingja sem menn fremur en búfénað. Í fyrsta þætti Karlamagnús sögu segir frá því þegar söguhetjan lætur heiðinn kon- ung vinna „Grikkjakóngi eiða eftir því sem Karlamagnús kóngur skildi fyrir. Hann skyldi fá honum á hverjum tólf mánuðum fimmt- án hundruð marka gulls og tíu múla og sjö úlfalda“.78 Hér er getið um mikið mannfall í röðum hinna heiðnu, en ekki virðist koma til álita að drepa höfðingja þeirra, né er getið um dráp á þeim sem ekki vildu taka trú. Dæmi um riddaralegt hugarfar má sjá í samtímasögum, ekkert síður en unglegum riddarasögum. Þegar Rögnvaldur kali og félagar hans í pílagrímsferð til Jórsala berjast við Serki á drómundi einum sjá þeir „at á drómundinum var einn maðr, sá at bæði var meiri ok fríðari en aðrir; þat hǫfðu Norðmenn fyrir satt, at sá myndi vera hǫfðingi þeira.“ Þessi maður er tekinn höndum „ok fáir menn með honum. En þeir drápu hvert mannsbarn annat ok fengu mikit fé ok margar gersimar“. Honum er leyft að fara við fimmta mann, en reynist vera „ǫðlingr af Serklandi“.79 Er greinilegt að þeir félagar bera meiri virðingu fyrir honum en öðrum óvinum sem eru brytj - aðir niður. Karvel Rabítakonungur er dæmi um göfugan heiðingja sem berst eftir kurteisisreglum riddaramennskunnar. Bæði Karlamagnús konungur og páfinn reyna að telja Karvel á að taka kristni en hann er staðfastur í heiðinni trú sinni. Karvel svarar konunginum svo: „[F]yrr skal ég láta leysa hvern lim frá öðrum á mér heldur en ég hafna guði mínum Maumet eða fella ég lög hans niður.“80 Rök páf- ans eru enn sterkari, en eigi að síður neitar Karvel að láta af trú sinni, með þessum orðum: [Þ]ú hefir mælt fagurt erindi og snjallt og sé ég að mikil náttúra fylgir yður kristnum mönnum og veit ég að átrúnaður yðar er bæði betri og fegri og hreinlegri og betra krafti en vor átrúnaður, og mun ég því ávallt vera vinr kristinna manna þar sem ég er staddur. En með því að ég hefi það nafn í sið vorn borið að ég hefir drengur verið kallaður þá þurfi þér eigi til soddan að telja fyrir mér og ég veit áður að þeir eru íslam og andstæður … 29 78 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 95. 79 Orkneyinga saga, bls. 226–228. 80 Karlamagnús saga. Branches I, III, VII et IX, bls. 185–186. Saga haust 2012_Saga haust 2004 - NOTA 27.11.2012 10:46 Page 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.