Saga - 2014, Page 11
jóhanna þ. guðmundsdóttir
Viðreisn garðræktar á síðari hluta
18. aldar
Viðbrögð og viðhorf almennings á Íslandi
Viðfangsefni þessarar greinar er viðreisn garðræktar á Íslandi á síðari hluta
18. aldar og átak stjórnvalda til að fá landsmenn til að hefja matjurtarækt en
takmarkið var að matjurtaræktin næði að breiðast út til meginþorra lands-
manna. Þróun garðræktar í landinu er rakin frá því um 1754 og til ársins
1792 og könnuð eru viðbrögð og viðhorf mismunandi hópa samfélagsins,
s.s. embættismanna, sýslumanna, kaupmanna, presta og almennings. Hvaða
árangri skilaði átak stjórnvalda um stóreflda garðrækt meðal almennings á
þessu tæplega 40 ára tímabili? Hvaða hindranir voru í veginum? Slæmt
árferði, fræöflun, kunnáttuleysi eða viljaleysi? Og hvernig líkaði fólki, eink-
um þá vinnufólki, hin nýja fæðutegund sem grænmetið var? Var grænmeti
álitið skepnufóður, „gras“ eða leit vinnufólk á neyslu þess sem launalækk-
un? Hvað var það sem dró kjarkinn úr mörgum bændum að hefja ræktun?
Með stofnun Innréttinganna um miðja 18. öld hófust viðamiklar til-
raunir til að reisa við atvinnuvegina í land inu, jafnt landbúnað,
sjávarútveg og iðnað. Atvinnurekstur Innréttinganna var fjölbreytt-
ur og nýstárlegur. Til lengri tíma kvað mest að vefnaði og úrvinnslu
ullarafurða í vefsmiðjunum í Reykjavík en auk þess mætti nefna
kaðlagerð, útgerð, skipasmíðar og brennisteinsvinnslu. Jafnhliða
þessum fram kvæmdum hófust umfangsmiklar jarðræktartilraunir, í
fyrstu einkum akuryrkja en síðar var lögð meiri áhersla á ræktun
allskyns matjurta.1
1 Ítarlegasta yfirlitið yfir starfsemi Innréttinganna í heild má finna í bók Lýðs
Björnssonar, Íslands hlutafélag. Rekstrarsaga Innréttinganna. Safn til Iðnsögu
Íslendinga XI. Ritstj. Ásgeir Ásgeirsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag 1998). Sjá einnig Hrefna Róbertsdóttir, Landsins Forbetran. Innréttingarnar
og verkþekking í ullarvefsmiðjum átjándu aldar. Sagnfræðirannsóknir 16. Ritstj.
Gunnar Karlsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2001), bls. 12–23 og 45–55.
GRE INAR
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 9