Saga - 2014, Page 12
10
Matjurtarækt var ekki með öllu óþekkt í landinu fyrr á öldum.
Talið er nokkuð víst að grænmeti og lækningajurtir hafi verið
ræktaðar á biskupsstólunum og við klaustrin á miðöldum.2 Á 17.
öld virðist garðrækt hins vegar fallin í gleymsku að mestu eða öllu
leyti ef frá eru taldar hinar merku tilraunir Vísa-Gísla, Gísla Magn ús -
sonar sýslumanns Rangárvallasýslu (1659–1696). Vísi-Gísli bjó lengst
af á Hlíðarenda í Fljótshlíð og þar stóð hann fyrir fjölþættum rækt-
unartilraunum og ræktaði m.a. bygg, rúg, hör, hamp, ýmsar kálteg-
undir, ertur, rófur og salat, auk kúmens. Gísli var af miklu efnafólki
kominn og dvaldist við nám í Kaupmannahöfn, Englandi og Hol -
landi á árunum 1639–1646 og hefur vafalaust kynnst garðræktinni
meðan á dvöl hans þar stóð.3 Á efri árum flutti Gísli til tengdason-
ar síns, Þórðar Þorlákssonar biskups í Skálholti (1674–1697), og hélt
þar áfram því ræktunarstarfi sem hann hafði stundað á Hlíðarenda.4
Eftirmenn Þórðar í embætti biskups, þeir Jón Vídalín (1698–1720) og
Jón Árnason (1722–1743), hafa haldið görðunum í Skáholti við því
þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru þar á ferð um 1756
hafði kálrækt verið stunduð þar „að minnsta kosti í 70 ár“ að undan -
skildum örfáum árum sem hún féll niður.5
Þá er þess getið um Þorkel Arngrímsson Vídalín, prest í Görðum
á Álftanesi (1658–1677), að hann hafi verið með matjurtarækt.6 Lítið
annað er vitað um garðrækt séra Þorkels. Hann var læknir að mennt
og hafði dvalið um tíma í Hollandi á námsárum sínum líkt og Vísi-
Gísli.7 Á Þingeyraklaustri var Lauritz Gottrup lögmaður (1695–1714)
jóhanna þ. guðmundsdóttir
2 Samson Bjarnar Harðarson, „Klausturgarðar á Íslandi“, Skriðuklaustur: evrópskt
miðaldaklaustur í Fljótsdal. Ritstj. Hrafnkell Lárusson og Steinunn Kristjánsdóttir
(Skriðuklaustur: Gunnarsstofnun 2008), bls. 101–111, hér bls. 108–110.
3 Ingólfur Guðnason, „Vísbendingar um garðrækt í Skálholti á fyrri öldum“,
Frumkvöðull vísinda og mennta. Þórður Þorláksson biskup í Skálholti. Erindi flutt á
ráðstefnu í Skálholti 3.–4. maí 1997. Ritstj. Jón Pálsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan
1998), bls. 150; Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon (Vísi-Gísli). Ævisaga, rit-
gerðir, bréf. (Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag 1939), bls. 23–24.
4 Ingólfur Guðnason, „Vísbendingar um garðrækt í Skálholti á fyrri öldum“, bls.
152.
5 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á
Íslandi árin 1752–1757. 1.–2. bindi (Reykjavík: Örn og Örlygur 1974), hér 2. b., bls.
213. Sjá jafnframt Jónas Jónsson, Landbúnaðarsaga Íslands. 4. bindi. Jarðrækt og
aðrar búgreinar (Reykjavík: Skrudda 2013), bls. 166.
6 Jakob Benediktsson, Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), bls. 24. Þar er vísað í rit
Arngríms Vídalíns, sonar Þorkels, Consilium de islandia, AM 192 c 4to.
7 Um Þorkel Vídalín, sjá Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga Íslands: hugmyndir
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 10