Saga - 2014, Síða 14
12
mörkuðu stjórnvöld skýra stefnu um hverjir skyldu leiða uppbygg-
ingu garðræktarinnar. Hugmyndin var síðan að almenningur
myndi fylgja fordæmi embættismannanna og prestanna. Ári síðar
voru fyrirmælin ítrekuð og því lýst á Alþingi að nauðsynlegt garð fræ
yrði flutt á allar verslunarhafnirnar.13 Fræsendingarnar áttu sýslu-
menn að leysa út hjá kaupmönnum og dreifa fræinu til bænda gegn
vægu gjaldi og án hinnar minnstu álagningar.14 Er þetta í fyrsta sinn
sem prestum og öðrum embættismönnum var beinlínis skipað með
lögum að gera sér kálgarða.
Einnig var gripið til ýmissa hvetjandi aðgerða. Mjölbótasjóð -
urinn svonefndi var stofnaður með konungsúrskurði 13. apríl 1773
og ákveðið að vöxtunum af honum skyldi varið til þess að kaupa
fræ og útsæðiskorn, auk þess að veita Íslendingum verðlaun fyrir
margskonar jarðaendurbætur.15 Hið konunglega danska Land -
búnaðar félag (Det Kongelige Danske Landhusholdningsselskab), sem var
stofnað árið 1769, studdi Íslendinga einnig alla tíð dyggilega með
verðlaunaveitingum fyrir alhliða búnaðarbætur. Hvað varðar garð -
ræktina hét félagið í fyrstu einkum verðlaun um fyrir kartöflu- og
rófnarækt.16
Í niðurlagi Þúfnatilskipunarinnar svonefndu frá 1776 eru lands-
menn enn á ný hvattir til að stunda garðrækt og peningaverðlaun-
um heitið fyrir korn- og kartöflu rækt. Jafnframt lofuðu stjórnvöld
að halda áfram að senda ókeypis kál- og næpnafræ á allar hafnir
landsins og þess var vænst að landsmenn færðu sér það í nyt.17 Til -
jóhanna þ. guðmundsdóttir
1854), bls. 439–440. (Rentekammer-Skrivelse til Amtmand Magnus Gislason,
ang. Fiskerie og Have-Anlæg. Khavn 30/4 1761).
13 Lovsamling for Island III, bls. 443–444. (Rentekammer-Skrivelse til Amtmand
Magnus Gislason, ang. Have-Anlæg i Island. Khavn 20/3 1762). Sjá einnig
Þorkell Jóhannesson, Búnaðarfélag Íslands, aldarminning. Fyrra bindi, bls. 34–35.
14 ÞÍ. Rtk. B2/17–35. Isl. Journ. B, nr. 1516. Copie af Amtmandens Skrivelse til
Sysselmændene hver især, 26/7 1762.
15 Lovsamling for Island IV. 1773–1783. Samlet og udgivet af Oddgeir Stephensen
og Jón Sigurðsson (Kaupmannahöfn: Universitets-Boghandler Andr. Fred.
Höst 1854), bls. 6. (Kongelig Resolution ang. Grundlæggelse af Meelbödernes
Fond. Christiansborg 13/4 1773); Þorkell Jóhannesson, Búnaðarfélag Íslands, ald-
arminning. Fyrra bindi, bls. 61.
16 Jón Eiríksson, „Forspjall“: Ólafur Olavius, Ferðabók I. Landshagir í norðvestur-,
norður- og norðaustursýslum Íslands 1775–1777. Þýð. Steindór Steindórsson frá
Hlöðum (Reykjavík: Bókfells útgáfan 1964), bls. 33.
17 Lovsamling for Island IV, bls. 295–296. (Forordning um garða og þúfna-sléttun,
með fleiru áhrærandi jarðyrkjuna í Íslandi. Christiansborg 13/5 1776).
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 12