Saga - 2014, Síða 16
14
ar innan samfélagsins. Í stað þess að líta á almúgann sem óvirkan,
sem svo gjarnan hefur verið gert, vill hún rannsaka mögulegar
ástæður að baki hátterni almúgans, bæði þeirra sem tóku virkan
þátt í breytingaferlinu og hinna sem gerðu það ekki. Í því samhengi
má tala um eins konar óvirka andstöðu. Hún bendir á að skoða
þurfi bæði möguleika yfirstéttarinnar til að hafa áhrif á líf almúgans
og möguleika almúgans til að hafa áhrif á eigið líf og framvindu
breytinganna.19 Þetta er sjónarhorn sem skiptir máli, eins og Christ -
ina F. Ax segir, „til að skilja hvernig tilraunir til breytinga á 18. og
19. öld gengu fyrir sig, og af hverju þær virðast ekki hafa heppnast
vel.“20
Í doktorsritgerð sinni, De uregerlige. Den islandske almue og øvr-
ighedens reformforsøg 1700–1870, dregur Christina upp mjög áhuga-
verða mynd af menningarlegum mun samfélagshópa sem sýnir að
þær breytingar sem yfirvöld vildu koma í framkvæmd í samfélag-
inu pössuðu ekki alltaf inn í líf almúgans. Aðgerðir voru ákveðnar
af stjórnvöldum í Kaupmannahöfn, embættismenn á Íslandi áttu að
fylgja þeim eftir og almenningur að framkvæma þær. Þessir hópar
hafi ekki skilið aðstæður hvor annars og því hafi margar tilraunir til
nýjunga runnið út í sandinn eða tekið aðra stefnu en þeim var
ætlað.21 Hún kemst að þeirri niðurstöðu að enginn sérstakur hópur
hafi í sjálfu sér verið aðaldrifkrafturinn í breyting unum á íslensku
samfélagi á tímabilinu 1700–1870. Allir hópar höfðu áhrif á fram-
vinduna í flóknu samspili hver við annan.22 Hér verður reynt að
varpa ljósi á þróun garðræktar á Íslandi á síðari hluta 18. aldar með
þetta sjónarhorn að leiðarljósi.
Að koma sér upp dálitlum kálgarðsreit og hefja ræktun á káli,
rófum og kartöflum var líklega ein af einföldustu og minnst kostn -
aðarsömu aðgerðum viðreisnaráformanna. Til þess að koma sér upp
garði þurfti dálitla vinnu í byrjun, við að hlaða gerði umhverfis
jóhanna þ. guðmundsdóttir
19 Christina Folke Ax, „Tilraunir til breytinga á lifnaðarháttum almúgans í
Reykjavík og Flatey 1700–1870“, 2. íslenska söguþingið 30. maí – 1. júní 2002.
Ráðstefnurit II. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002), bls. 269–281.
20 Sama heimild, bls. 280. Sjá einnig Christina Folke Ax. De uregerlige. Den
islandske almue og øvrighedens reformforsøg 1700–1870. Københavns
Universitet Ph.D. afhandling 2003 (fjölrit), bls. 9.
21 Christina Folke Ax, De uregerlige. Den islandske almue og øvrighedens
reformforsøg 1700–1870, bls. 8–10 og 235–243.
22 Sama heimild, bls. 248–249.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 14