Saga - 2014, Page 17
viðreisn garðræktar
hann til að verjast ágangi búpenings og við að undirbúa jarðveginn
fyrir sáningu. Stjórnvöld lofuðu síðan að fræjum yrði útbýtt ókeypis
til landsmanna. Garðrækt var því sá hluti viðreisnarinnar sem
almenningi í landinu hefur einna helst verið í lófa lagið að taka þátt
í. En gerði almenningur það? Garðrækt á síðari hluta 18. aldar hef-
ur lítið verið rannsökuð af sagnfræðingum hingað til en er hins
vegar einkar áhugavert viðfangsefni til að kanna viðbrögð lands-
manna við viðreisnar áformum yfirvalda þar sem almenningi ætti
ekki að hafa reynst svo erfitt að taka þátt í henni. Athugunin tekur
til tímabilsins frá miðri 18. öld og til ársins 1792. Það ár var valið
bæði vegna aðgengi legra heimilda og vegna þess að þá var liðið
hæfilega langt frá því átakið hófst svo leggja mætti mat á árangur-
inn, eða um fjórir áratugir. Framleiðsla matjurta var fyrst og fremst
hugsuð til eigin nota fyrir heimilin í landinu, til búdrýginda með
öðrum landbúnaðar- og sjávarafurðum en ekki sem söluvara. Engar
upplýsingar um útflutning eða fram leiðslumagn er því að finna í
heimildum, en með því að telja saman fjölda kálgarða í landinu á
ákveðnum tímabilum, eftir því sem heimildir leyfa, má sjá hve þátt-
taka almennings í garðræktinni hefur verið mikil. Ætlunin er að
kanna viðbrögð og viðhorf einstakra hópa innan samfélag sins, s.s.
æðstu embættismanna, sýslumanna, kaup manna, prestastéttarinn-
ar og alls almennings.
Í fyrri hluta rannsóknarinnar var útbreiðsla garðræktar á land-
inu öllu könnuð og reynt að meta hvar hún gekk vel og hvar miður
og hvaða samfélagshópar það voru sem einkum lögðu stund á
garðrækt. Í framhaldinu var síðan reynt að leita skýringa á því hvers
vegna þátttaka almennings var jafnlítil og raun ber vitni. Horft var til
atriða eins og veðurfars, frædreifingar, kunnáttu, viðhorfa og að -
stæðna fólks og reynt að nálgast efnið út frá sjónarhóli almennings.
Hvaða möguleika hafði almenningur á því að tileinka sér garðrækt
á síðari hluta 18. aldar?
Fjöldi kálgarða 1752–1757
Eitt af því sem þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gerðu í
leiðangri sínum um landið á árunum 1752–1757 var að spyrjast fyrir
um matjurtagarða og skoða þá, þar sem þeir áttu þess kost. Ferðabók
þeirra gefur þannig ágæta sýn yfir stöðu garðræktarinnar eins og
hún var meðan á ferðum þeirra stóð, einmitt á sama tíma og verið
var að setja fyrstu tilskipanir um ræktun matjurta. Á mynd 2 má sjá
15
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 15