Saga - 2014, Page 18
16
staðsetningu allra þeirra kálgarða sem Eggert tilgreinir í Ferða -
bókinni en hann vann að ritun bókarinnar næstu árin eftir að
ferðum þeirra Bjarna lauk. Garðarnir voru ekki margir, einhvers
staðar á bilinu 30–40, en ekki er hægt að tilgreina fjölda þeirra
nákvæmlega þar sem Eggert getur þess gjarnan að einungis sé um
að ræða „örfáa staði“ eða „nokkra bæi.“
Flestir garðanna voru á heimilum embættismanna eða sýslu-
manna og nokkrir á prestssetrum. Kálrækt hafði verið stunduð í
Skálholti, „að minnsta kosti í 70 ár,“ segir Eggert,23 en talið er að
rekja megi þá kálgarða til Vísa-Gísla eins og fyrr segir.24 Magnús
Gíslason amtmaður, sem jafnframt gegndi stöðu lögmanns sunnan
og austan, var búinn að koma sér upp garði á Leirá, og eins Skúli
Magnús son landfógeti í Viðey.25 Gísli Magnússon biskup á Hólum
jóhanna þ. guðmundsdóttir
Mynd 2. Staðsetning kálgarða á Íslandi 1752–1757. Heimild: Eggert Ólafs-
son, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, 1. b.: bls. 17, 91, 187,
255–256; 2. b.: bls. 41–42, 126, 210–211, 213–214.
23 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 2. b., bls. 213.
24 Ingólfur Guðnason, „Vísbendingar um garðrækt í Skálholti á fyrri öldum“, bls.
152.
25 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 1. b., bls. 91; 2.
b., bls. 213.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 16