Saga - 2014, Síða 20
18
hér á landi.30 Hér er því dæmi um að kaup menn hafi verið lands-
mönnum fyrirmynd í garðrækt.
Einungis örfáir bændur eru nefndir til sögunnar, einn í Gull -
bringusýslu, annar í Árnessýslu, örfáir í Kjósarsýslu, einn eða tveir í
Borgarfirði og nokkrir við Patreks fjörð sem Eggert þakkar frum -
kvöðlastarfi séra Björns í Sauðlauksdal.31 Nokkra furðu vekja svo
tveir garðar sem Eggert getur um hjá bændunum á Heinabergi og
Skaftafelli í Austur-Skaftafellssýslu.32 Engar aðrar heimildir eru um
hefð fyrir garðrækt þar í sýslu. Þar bjó enginn af hluthöfum Inn -
réttinganna og þangað fór enginn erlendu bændanna. Garðrækt var
þannig aðeins farin að tíðkast meðal almennings strax á sjötta ára-
tugnum, þó í litlum mæli væri, og þá helst í nágrenni við embættis-
menn, erlendu bændurna eða presta sem sýndu gott fordæmi.
Útbreiðsla garðræktar 1777
Á árunum 1775–1777 var farinn annar rannsóknarleiðangur um
landið á vegum danskra stjórnvalda en þá ferðaðist Ólafur Olavius
um Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Hann spurðist m.a. fyrir um
og skráði skipulega hjá sér alla kálgarða sem hann hafði fregnir af á
ferðum sínum. Sú skráning gefur greinargott yfirlit yfir fjölda kál-
garða í stórum hluta landsins um 20 árum eftir að átakið hófst. Alls
getur Ólafur um 84 garða í Ferðabók sinni, og er það veruleg fjölgun
frá því sem var á sjötta áratugnum. Prestar voru mjög áberandi
meðal þeirra sem voru komnir með kálgarð en af þessum 84 görð -
um voru 24 á nafngreindum prestssetrum. Á biskups setrinu á
Hólum var kominn garður og eins á Munkaþverárklaustri, hjá
Sveini Sölvasyni lögmanni. Flestir ef ekki allir sýslumenn á Norður-
og Austurlandi voru með kálgarða en ekki nefnir Ólafur garða hjá
sýslumönnum Ísafjarðar- eða Strandasýslna og var garðyrkjan þar
mun skemmra á veg komin en fyrir norðan og austan. Garðar meðal
almennings voru tiltölulega fáir og þá helst í nágrenni við sýslu-
menn eða presta sem voru búnir að koma sér upp görðum.33
jóhanna þ. guðmundsdóttir
30 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 2. b., bls. 126.
31 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 1. b., bls. 255.
32 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. 2. b., bls. 126.
33 Ólafur Olavius, Ferðabók I–II. Landshagir í norðvestur-, norður- og norðaustur -
sýslum Íslands 1775–1777. Þýð. Steindór Steindórsson frá Hlöðum (Reykjavík:
Bókfellsútgáfan 1964–1965), hér Ferðabók I, bls. 174, 245, 273, 275–277, 280–281,
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 18