Saga - 2014, Page 21
Til þess að fá frekari mynd af stöðu garðræktarinnar um þetta
leyti, einkum í þeim landshlutum sem Ólafur fór ekki um, voru svo-
kallaðar skýrslur sýslumanna um almennt ástand frá árunum 1777–
1781 kannaðar. Skýrslur þessar voru fyrst lögskipaðar 18. janúar
1777 í bréfi til allra sýslumanna landsins og landfógeta en hann átti
að annast skýrslugerðina fyrir Gullbringusýslu. Í skýrslunum áttu
þeir að fjalla um veðráttu og almennt bjargræði í landinu, einnig um
hvað íbúarnir hafi aðhafst varðandi jarðyrkju og jarðabætur í ljósi
undangenginna ráðstafana konungs og hvaðeina annað sem varðaði
hag almennings.34 Fyrirmælin um skýrslugerðina voru þannig mjög
opin. Hér höfðu sýslumenn því möguleika á að koma á framfæri við
yfirvöld ýmsu sem þeim sjálfum þótti helst ástæða til. Leitað var
sérstaklega eftir því hvort einhverjir sýslumannanna minntust á að
kartöflur, kál eða rófur hefðu komið íbúunum til bjargar þegar
þröngt var í búi en í lok áttunda áratugarins var oft og tíðum mikið
harðæri í landinu vegna hafísa og kulda eins og fram kemur í flest-
um skýrslunum. Fjárpestin hafði breiðst út víða um land og sums
staðar var verið að skera niður fé.
Í skýrslunum er fjöldi kálgarða ekki tilgreindur nákvæmlega
nema hjá landfógeta, Skúla Magnússyni, en hann segir 170 garða
vera í Gullbringusýslu árið 1777.35 Allir helstu háembættismenn
landsins voru þá með aðsetur í Gullbringusýslu og voru þeir allir
með myndarlega kálgarða. Þar mætti nefna Lauritz A. Thodal stift-
amtmann á Bessastöðum, Ólaf Stephensen amtmann í Sviðholti,
Skúla landfógeta í Viðey, Bjarna Pálsson landlækni og Björn Jónsson
lyfsala í Nesi, einnig Guðmund Runólfsson sýslumann á Setbergi
við Hafnarfjörð og kaupmennina í Reykjavík, Hafnarfirði og Kefla -
vík. Sömuleiðis voru allir prestarnir í sýslunni með kálgarð, og
sýndu þannig gott fordæmi eins og þeim bar að gera, nema séra
viðreisn garðræktar
304–305, 308–310 og 313; Ferðabók II, bls. 14–18, 75 og 135–137. Yfirlit yfir alla
garðana sem Ólafur Olavius nefnir má einnig finna í Lbs.-Hbs. Jóhanna Þ.
Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“
Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar. MA-ritgerð í sagnfræði frá
Háskóla Íslands 2012, bls. 78–79.
34 Lovsamling for Island IV, bls. 375. (Toldkammer-Circulaire til samtlige Syssel -
mænd og Landfogden i Island, ang. aarlige Indberetninger om Tilstanden i
Landet, m.v. Khavn 18/1 1777).
35 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 4, nr. 21. Skýrsla Skúla Magnússonar um hag Gull -
bringusýslu, 18/12 1777. Fylgir með konungsúrskurði um umbætur í land-
búnaði á Íslandi, 13/4 1778.
19
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 19