Saga - 2014, Side 22
20
Sigurður Jónsson á Kálfatjörn. Að meðaltali voru kálgarðar á um
28% heimila í sýslunni þetta ár.36 Garðræktin var einnig vel á veg
komin í Rangárvallasýslu, þar voru yfir 100 garðar í rækt árið 1777
að sögn Þorsteins Magnússonar sýslumanns. Lýður Guðmundsson
sýslumaður Vestur-Skaftafellssýslu segir marga bændur hafa byrjað
að rækta kál og rófur fyrir nokkru og gengið vel. Sigurður Ólafsson
klausturhaldari, Jón Steingríms son prófastur og tveir ónafngreind-
ir bændur í sýslunni hafi lagt mikinn metnað í garðrækt og þakka
megi þeim hve vel á veg hún sé komin.37 Um stöðu garðræktarinn-
ar í öðrum sýslum um þetta leyti er minna hægt að segja. Í Kjósar-,
Borgarfjarðar- og Mýrasýslum segja sýslumenn að garðrækt hafi
verið reynd á nokkrum stöðum en fjalla ekki frekar um hana.38
Magnús Ketilsson sýslumaður Dalasýslu segir ræktun sína ganga
ágætlega en getur ekki um ræktun annarra í sýslunni.39 Í Vest -
manna eyjum hafði kaupmaður Klog staðið fyrir ýmsum tilraunum
með garðrækt sumarið 1780.40 Sumir sýslumannanna minntust svo
ekki einu einasta orði á garðrækt, t.d. sýslumenn Snæfellsnes-,
Barða strandar-, Ísafjarðar- og Austur-Skaftafellssýslu.41 Það þarf þó
ekki endilega að þýða að engin garðrækt hafi verið í þessum sýslum
heldur einungis að viðkomandi sýslu mönnum hafi ekki þótt ástæða
til að fjalla um hana.
jóhanna þ. guðmundsdóttir
36 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 4, nr. 21. Skýrsla Skúla Magnússonar um hag
Gullbringusýslu, 18/12 1777. Hér fylgja með greinargerðir frá öllum prestum
sýslunnar, sex talsins, til Skúla Magnússonar um stöðu garðræktar í sóknum
þeirra, allar dagsettar í ágúst 1777.
37 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Uppkast að greinargerð um ástandið í landinu, greinilega
byggt á skýrslum sýslumanna 1777 en skýrslur úr Vestur-Skaftafellssýslu og
Rangárvallasýslu vantar það ár. Jón Eiríksson hefur augljóslega notað þessi
gögn þegar hann ritaði „Forspjall“ að Ferðabók Ólafs Olaviusar. Sjá: Jón
Eiríksson, „Forspjall“, bls. 27.
38 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 3, nr. 646. Skýrsla um hag Kjósarsýslu, 1/9 1777; nr.
643. Skýrsla um hag Borgarfjarðarsýslu, 5/9 1777; nr. 644. Skýrsla um hag
Mýrasýslu, 5/9 1777.
39 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 3, nr. 550. Pro Memoria frá Magnúsi Ketilssyni
sýslumanni, 13/8 1777.
40 ÞÍ. Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 190. Skýrsla um hag Vestmannaeyja, 12/8
1780.
41 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 3, nr. 637. Skýrsla um hag Snæfellsnessýslu, 26/8
1777; nr. 653. Skýrsla um hag Barðastrandarsýslu, 24/9 1777; nr. 639. Skýrsla
um hag Ísafjarðarsýslu, 13/8 1777; Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 252. Skýrsla
um hag Austur-Skaftafellssýslu, 19/9 1780.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 20