Saga - 2014, Side 23
21
Í ljósi þess hve sýslumennirnir reyndust fáorðir um garðrækt
vakti athygli hve margir þeirra minntust á fjallagrös og aðrar
íslenskar villtar jurtir. Borgfirðingar sóttu sér fjallagrös lengst til
fjalla42 og Eyfirðingar söfnuðu fjallagrösum af miklum krafti, auk
þess sem þeir nærðust á grásleppu, þorskbeinum og grasa- og njóla-
grautum.43 Þingeyingar máttu ekki vera að því að sinna garðrækt-
inni eða öðrum jarðabótum af því þeir voru uppteknir við tínslu
fjallagrasa, sem var óvenjumikil um þær mundir.44 Árnesingar
söfnuðu fjallagrösum og hvannarótum meira en venja var til45 og
Vestur-Skaftfellingar keyptu söl á Eyrarbakka og söfnuðu hvanna -
rótum upp til fjalla.46 Barðstrendingar nýttu sér margs konar villtar
jurtir, s.s. njóla og súrur, og höfðu gott af.47 Eftir þessu að dæma
virðist almenningur í landinu ekki hafa verið byrjaður að neyta
grænmetis að neinu ráði og kann hann enn vel að meta íslensku
fjallagrösin og hvannaræturnar. Í hörðum árum eins og voru svo
algeng á síðari hluta 18. aldar, þegar grasspretta var oft lítil, hefur
vafalaust verið öruggari kostur að treysta á fjallagrösin en á ræktun
erlends grænmetis sem gat brugðist hvenær sem var vegna tíðarfars
eða kunnáttuleysis.
Fjöldi kálgarða 1792
Heimildir um útbreiðslu kálgarða í landinu eru mun ítarlegri þegar
kemur fram á tíunda áratug 18. aldar. Þá er hægt að telja saman
heildarfjölda kálgarða í landinu eftir svonefndum búnaðarskýrslum
sem teknar voru saman af hreppstjórum árlega frá árinu 1787. Elstu
skýrslurnar sem fundust í skjalasöfnum og ná yfir allt landið í heild
eru frá árinu 1792 og er það ástæða þess að það ár var valið til
viðreisn garðræktar
42 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 3, nr. 643. Skýrsla um hag Borgarfjarðarsýslu, 5/9
1777.
43 ÞÍ. Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 234. Skýrsla frá sýslumanni Eyjafjarðarsýslu,
13/9 1780 ásamt vitnis burðum hreppstjóra um ástandið í sýslunni.
44 ÞÍ. Rtk. B8/3–1. Isl. Journ. 4, nr. 72. Skýrsla um hag Þingeyjarsýslu, 15/9 1777.
45 ÞÍ. Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 202. Skýrsla um hag Árnessýslu, 28/8 1780.
46 ÞÍ. Rtk. B9/5–22. Isl. Journ. 5, nr. 261. Skýrsla um hag Vestur-Skaftafellssýslu,
21/8 1780.
47 ÞÍ. Rtk. B9/8–44. Isl. Journ. 5, nr. 512. Skýrsla um hag Barðastrandarsýslu, 10/9
1781. Í skýrslunni segir: „… for exempel Patientz, Syrer locleare med videre og
kauget kaal der af, fra förste det begynte at voxe, indtil nu og har fundet sig
vel der ved.“
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 21