Saga - 2014, Page 24
22
skoðunar. Eftir skýrslunum er fljótlegt að telja saman heildarfjölda
heimila í einstökum hreppum og sjá hvar kálgarðar voru. Nokkuð
getur þó verið misjafnt hvernig heimilin voru talin þegar skýrslurn-
ar voru skráðar á sínum tíma, helst þannig að heimilin í einstökum
hreppum geta í sumum tilvikum verið oftalin og í öðrum tilvikum
vantalin.48 Eins voru skýrslur þessar byggðar á framtali bændanna
sjálfra en ekki opinberri talningu. Vera kann að bændur hafi talið
búfé sitt misvel,49 en ekki er ástæða til að ætla annað en fjöldi kál-
garða sé almennt réttur í skýrslunum.
Árið 1792 teljast 6.106 heimili í landinu og voru kálgarðar á 482
þeirra, eða á rétt tæplega 8% allra heimila. Það getur varla talist hátt
hlutfall miðað við markmið stjórnvalda tæpum 40 árum fyrr, að
garðyrkjan skyldi breiðast út til alls þorra landsmanna. Á stöku
svæðum var þátttakan þó mjög góð og skera tvær sýslur sig úr að
því leyti. Hæst var hlutfallið í Vestur-Skaftafellssýslu, rúm 34%, og í
Gullbringusýslu 23,5%. Þar á eftir koma Mýra- og Dalasýsla þar sem
hlutfallið var um 12%. Í öðrum sýslum var hlutfallið lægra en 10%
og allt niður undir 2% í Norður-Múlasýslu, Húnavatnssýslu og
Barðastrandarsýslu (sjá mynd 3).
Hafa verður í huga að nýting kálgarða í einstökum sýslum gat
sveiflast mikið milli ára. Þannig hafði mjög dregið úr garðyrkju í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum árið 1792 frá því sem var 1790. Í
Eyjafirði hafði görðum fækkað um 48, farið úr 69 niður í 21, og í
Þingeyjarsýslu úr 145 niður í 23 sem er gífurleg fækkun.50 Kóln -
andi veðurfar hefur eflaust ráðið einhverju þar um.51 Sé tekið tillit
til þessa hefur garð yrkjan náð sér verulega á strik, a.m.k. um tíma,
í Eyja fjarðar- og Þingeyjarsýslum. Þess gætir hins vegar hvorki í
Skaga firði, þar sem voru 18 garðar 1790 og 13 árið 1792, né
jóhanna þ. guðmundsdóttir
48 Sjá Bjarni Thorsteinsson, Om Islands folkemængde og oeconomiske tilstand siden
aarene 1801 og 1821 til udgangen af aaret 1833 (Kaupmannahöfn: [s.n.] 1834), bls.
11–12; Lbs.-Hbs. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, „Ætli menn þyrftu ekki að byrja
á að bæta smekk sinn?“, bls. 33.
49 Sjá Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Icelandic Historical Statistics. Ritstj.
Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands
1997), bls. 247.
50 ÞÍ. Rtk. B13/11–5. Isl. Journ. 9, nr. 709. Hagskýrslur úr Norður- og austuramti,
yfirlitsskýrslur árin 1790 og 1792.
51 Sbr. Þorkell Jóhannesson, Búnaðarfélag Íslands, aldarminning. Fyrra bindi, bls. 74
og 77.
Saga vor 2014_Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2014 12:01 Page 22